Holu-borgin án flugvallar

Vinstrimenn kunna ekki framkvæmdir, samanber viðurnefnið holu-borgin, og þeir kunna heldur ekki rekstur, eins og nýjar tölur úr ráðhúsinu við Tjörnina bera með sér.

Framganga vinstrimeirihlutans í málefnum Reykjavíkurflugvallar sýnir valdhroka þar sem meirihlutinn freistar þess að grafa undan flugvellinum í bókstaflegum skilningi. Með því að hleypa verktökum inn á helgunarsvæði flugvallarins er reynt að búa til staðreyndir á jörðu niðri sem gera flugvöllinn ónothæfan.

Alþingi hlýtur að grípa í taumana og færa skipulagsvaldið á mikilvægum samgöngumannvirkjum og umhverfi þeirra til stjórnarráðsins, til að óvitarnir í ráðhúsi Reykjavíkur valdi ekki meiri skaða á almannahag. 


mbl.is „Ég lít þetta mjög alvarlegum augum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta er svosem í góðu ennþá. Látum þá byggja nokkra tugi húsa áður en við komum með jarðýtuna. Við eru búnir fylla tankinn og gera klárt, já já.

Eyjólfur Jónsson, 28.4.2015 kl. 20:20

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

 Of langt í kosningar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2015 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband