Vinstrimeirihlutinn og verktakar: grafa flugvöllinn í burt

Bandalag vinstrimeirihlutans í Reykjavík og verktaka felst í því að grafa innanlandsflugvöll þjóðarinnar í burt með því að byggja íbúðarbyggð sem kemur í veg fyrir notkun neyðarbrautar.

Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík lætur sér í léttu rúmi liggja að skurðgröfturinn er í brot á breiðu pólitísku samkomulagi um að flugvöllurinn yrði látinn í friði á meðan Rögnunefndin svonefnda starfaði.

Alþingi ætti að grípa í taumana og færa skipulagsvald flugvalla ásamt helgunarsvæði frá sveitastjórnum yfir til innanríkisráðuneytisins.


mbl.is Framkvæmdir hafnar á Hlíðarenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það verður að krefjast VERKBANNS RÍKISINS TAFARLAUST á þessa ofríkisgerð gegn hagsmunum landsins og ríkisins, aðgerð sem er í beinni mótsögn við vilja 73% Reykvíkinga og 82% landsmanna!

Jón Valur Jensson, 13.4.2015 kl. 13:20

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Leyndarhyggjan heldur áfram hjá Degi og Co. á fullu. Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs sagði í lok október sl.:

„Eng­in hús að fara að rísa“

„Slík leyfi eru ekki á hönd­um okk­ar í póli­tík­inni, held­ur eru það emb­ætt­is­menn sem taka slík­ar ákv­arðanir, að upp­fyllt­um til­tekn­um skil­yrðum. Ég fæ því ekki séð að leyfi fyr­ir svona vega­fram­kvæmd í fyrsta áfanga, eins og óskað er eft­ir, breyti neinu um starf Rögnu­nefnd­ar­inn­ar, af því það eru eng­in hús að fara að rísa á þessu svæði á þessu ári eða því næsta. Allt tek­ur þetta sinn tíma,“ sagði Hjálm­ar.

Ívar Pálsson, 13.4.2015 kl. 14:14

3 Smámynd: Arnar Guðmundsson

Auðvitað ætti að spyrja borgarana marktækum og markvissum spurningar til leiðbeiningar hinnar einræðisþenkjandi borgarstjórn, hvort borgararnir vilji flugvöllinn burt og þá líka hvort borgararnir séu til í að kaupa upp land- og eignarhluta ríkisins í vellinum. Völlinn burt fólk, hefur sett fram háar verðhugmyndir á völlinn. Varla trúa menn að ríkið gefi borginni sinn hluta landsins og mannvirkja.

Arnar Guðmundsson, 13.4.2015 kl. 14:32

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað á Alþingi að grípa í taumana - og þótt fyrr hefði verið.
En í alvöru; leyfa kjörnir fulltrúar í borginni embættismönnum, ókjörnum, að ráða?
Ef svo er dugir aðeins tilvitnun í skáldið, þýddri á hið ylhýra: "Eitthvað er rotið í stjórn Reykjavíkur".

Kolbrún Hilmars, 13.4.2015 kl. 14:46

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Meirihlutaviljinn liggur fyrir:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1380464/

Jón Þórhallsson, 13.4.2015 kl. 16:14

6 Smámynd: Jón Bjarni

Hvernig er það - kusu Reykvíkingar ekki um það á sínum tima hvað ætti að verða um þennan flugvöll?

Jón Bjarni, 13.4.2015 kl. 17:01

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í forsendum þeirrar kosningar fyrir hvorki meira né minna en 14 árum, var ákvæði um lágmarks þátttöku til þess að kosningin væri bindandi og nothæf. 

Svo reyndist ekki vera og nokkur hundruð atkvæði skildu að þá sem vildu völlinn burtu og þá, sem vildu hafa hann áfram. 

Þess vegna var ekkert gert með þessa kosningu. Nú eru liðin 14 ár og fráleitt að láta þessa gerónýtu kosningu 2001 ráða ferðininni við breyttar aðstæður og allt önnur hlutföll fylgisins á milli þeirra, sem vilja völlinn og þeirra, sem vilja hann ekki. 

Að sjálfsögðu ætti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, og Píratar, sem eru í núverandi borgarstjórnarmmeirihluta, gáfu það út fyrir kosningar, að þeir vildu atkvæðagreiðslu um málið. 

Ómar Ragnarsson, 13.4.2015 kl. 17:09

8 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta var nú samt bara svipuð þáttaka og var í stjórnalagaþingskosningunum.. sem margir krefjast þess að farið verði eftir

Jón Bjarni, 13.4.2015 kl. 17:11

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eftir hvorugri kosningunni á að fara, enda var sú síðarnefnda kolólögleg.

En þetta er líka athyglisvert sem Ómar minnir hér réttilega á: að Píratar, sem eru í núverandi borgarstjórnarmmeirihluta, gáfu það út fyrir kosningar, að þeir vildu atkvæðagreiðslu um málið. 

Af hverju fylgja þeir ekki eftir þeirri stefnu sinni?

Jón Valur Jensson, 14.4.2015 kl. 01:13

10 Smámynd: Jón Bjarni

Ég hugsa nafni að þú værir sömu skoðunar um allar kosningar hvers niðurstaða væri ekki að þínu skapi

Jón Bjarni, 14.4.2015 kl. 15:54

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Reyndu ekki að gera lítið úr því, Jón Bjarni, að ólíkt flestum kosningum voru fullkomnar ástæður til að ógilda stjórnlagaþingskosninguna og þess vegna endurtaka hana með fullgildum hætti, eins og lög um stjórnlagaþing kváðu á um, en þá gripu Samfylkingarmenn á lofti hvatningar ófyrirleitins götustráks um að sniðganga bara úrskurð Hæstaréttar og búa til "stjórnlagaráð" þvert gegn gildandi lögum um stjórnlagaþing, sem hafði lögformlega verið ætlað það verkefni að endurskoða stjórnarskrána. Svo var hinum 25 ólöglega kjörnu, sem eðlilega höfðu verið sviptir kjörbréfi sínu, mútað til að taka þátt í skrípasamkundu þeirra Illuga, Steingríms, Össurar og Jóhönnu og látið duga, að meirihluti 63 þingmanna tók EKKI þátt í hinum ólöglega gerningi á þingi, ekki frekar en meirihluti þjóðarinnar teldi ástæðu til að mæta á kjörstað 20. okt. 2012 um "nýja stjórnarskrá" angurgapanna í óráðinu.

PS. Píratar hafa greinilega látið kaupa sitt atkvæði í þessu flugvallarmáli - þykjast vera fylgjandi beinu lýðræði og voru sjálfir með þá lofuðu stefnu sína fyrir kosningar, að þeir vildu atkvæðagreiðslu um málið, en nú hafa þeir algerlega snúið við blaðinu og eru ekki vitund traustverðari en "gömlu spilltu flokkarnir sem svíkja öll sín kosningaloforð"!

Jón Valur Jensson, 14.4.2015 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband