Framsóknarflokkurinn er hinn turninn

Tveir turnar íslenskra stjórnmála eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Í kringum þessa turna þrífst ýmis lággróður, kenndur vinstrimennsku og nördapólitík.

Vinstrimenn eru óðum að átta sig á því að Framsóknarflokkurinn er lykill þeirra að stjórnarráðinu. Vinstriflokkarnir biðla ákaft til framsóknarmanna í gegnum vefmiðla og bloggara. Vinstrimenn vilja öllu fórna, m.a. ESB-umsókninni, til að komast í kallfæri við turninn.

Framsóknarflokkurinn ætti ekki að hlusta á óreiðuöflin sem efndu til óaldar eftir hrun þar sem samfélagshópum var att saman og landshlutum sömuleiðis í ömurlegu ati vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Sniðmegi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er stórt og þekur breiða millistétt landsmanna. Landsstjórn þessara flokka er farsæl og getur fyrirsjáanlega orðið langæ. En menn verða að vanda sig og sýna gagnkvæma tillitssemi.

Við þurfum á samstöðu turnanna tveggja að halda til að skapa samfélagslegan stöðugleika og leggja nýjar meginlínur eftir hrun og vinstrióstjórn.


mbl.is Mikilvægt að „tapa ekki gleðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Píratar eiga heiður skilið að vera heiðarlegt fólk innan um þá flokka sem hafa tekið afstöðu á móti þjóðinni, en með kvótahirðinni.

Á meðan svo er erum við ÖLL Píratar, nema þeir sem ekki sjá sólina fyrir endaþarmsopi hádegismóra.

Jón Páll Garðarsson, 11.4.2015 kl. 11:45

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón Páll

Píratar sýna mikinn heigulshátt með því að taka ekki afstöðu til mála í vinnu sinni og eru í raun að svíkja kjósendur sína og einnig vinnuveitendur sína, skattgreiðendur, með slíkum vinnusvikum. Á venjulegum vinnustöððum fá menn áminningu fyrir að skila ekki af sér þeirri vinnu sem þeim er falið að vinna og síðan brottrekstri taki þeir sig ekki á. Píratar hafa fengið gula spjaldið frá vinnuveitendum sínu nú þegar og er líklegt að hinu rauða verði sveiflað innan tíðar. 

Aumt er yfirklór þessara vinnusvikamann í flokki P´rata og vesöl eru svör þeirra um það hvers vegna þeir vinna ekki vinnuna sína á þingi. Þetta hafa þingmenn smáflokka sem og hinna stærri almennt ekki þótt tiltökumál að sinna.

Það er lítilmannlegt sömuleiðis að sýna ekki afstöðu sína til mála. Er þetta kannski þannig með salernisferðir þeirra - það þarf ekki pappír í lok þeirra né handþvott því þeir þurfa jú að fara aftur reglulega á salernið sömu erindagjörða ?

Þá fer þér ekki vel Jón að viðhafa orðbragð þitt um ritstjórann sem ljær þér þennan vettvang til að koma óþverra strigakjafti þínum á framfæri.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.4.2015 kl. 12:40

3 Smámynd: Elle_

Eg vorkenni Pírötum þegar fylgið þeirra fer að falla á næstunni.  Ólgusjór endist aldrei voða lengi.

Elle_, 11.4.2015 kl. 17:09

4 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Á venjulegum vinnustöðum fær fólk áminningu fyrir að mæta ekki í vinnuna, Píratar mæta þó. Og þeir hafa það fyrir markmið að greiða ekki atkvæði í málefnum sem þeir hafa ekki kynnt sér nægjanlega, annað en aðrir sem þurfa ekki að kynna sér þau þar sem þeir greiða atkvæða eftir tilsögnum sem sannar strengjabrúður.

Jón Páll Garðarsson, 11.4.2015 kl. 20:38

5 Smámynd: Elle_

Það getur alveg verið að Píratar mæti, hinsvegar lítur út fyrir að fylgi ykkar sé bara ólga á milli turnanna 2ja.

Elle_, 11.4.2015 kl. 22:51

6 Smámynd: Elle_

 Og ég vil endilega taka undir þessi orð: Þá fer þér ekki vel Jón að viðhafa orðbragð þitt um ritstjórann sem ljær þér þennan vettvang til að koma óþverra strigakjafti þínum á framfæri.

Elle_, 12.4.2015 kl. 01:02

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ef þetta tveggja turna tal er vitnun í Hringadróttinssögu Tolkiens, þá eru Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson Sauron og Saruman, sem eru nú ekki beinlínis meðmæli :)

Wilhelm Emilsson, 12.4.2015 kl. 05:41

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þetta turnatal er nú bara brandari, alveg eins og mér fannst þegar ISG nefndi það fyrst. En varst þú ekki á þeim tíma í SF Páll?

Jónas Ómar Snorrason, 12.4.2015 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband