Nýtt stjórnmálaafl - Austurvallarhreyfingin

Birgitta Jónsdóttir fyrirliði Pírata leggur til að stjórnarandstaðan geri með sér málefnasáttmála til að vinna eftir. Sáttmálinn yrði hornsteinn kosningabandalags stjórnarandstöðunnar.

Stjórnarandstaðan er í reglulegu sambandi við mótmælendur á Austurvelli, sem mótmæla einu í dag og öðru á morgun. Eðlilegast væri að kenna nýtt stjórnmálaafl við blettinn fyrir framan þinghúsið.

Austurvallarhreyfingin gæti auðveldlega sett saman mótmælaskrá. En nokkur vandi yrði á höndum þegar skrifa ætti upp þau mál sem hreyfingin vill að nái fram að ganga.

Orð eru til alls fyrst og þarft verk Birgittu að fitja upp á samstarfi um málefni. Í stjórnmálum þurfum við ekki fleiri kosti heldur skýrari valmöguleika.


mbl.is Ekkert sem er farið af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband