Föstudagur, 23. janúar 2015
ESB-umsóknin er ónýt; gerir Ísland tortryggilegt
Samningsmarkmið vinstristjórnar Jóhönnu Sig., sem samin voru sumarið 2009 vegna ESB-umsóknar, eru löngu úrelt, bæði vegna þróunar á Íslnadi og í Evrópu. Aðalsamningamaður Íslands í ESB-ferlinu, Stefán Haukur Jóhannesson, tekur undir það sjónarmið að umsóknin sé einskins virði lengur.
Vinstriflokkarnir hafa ekki unnið neina vinnu til að uppfæra samningsmarkmið Íslands eftir að ESB-ferlið steytti á skeri. Jóhönnustjórnin komst ekki lengra í ESB-ferlinu sökum þess að ekki var pólitískur vilji í landi til að fórna landhelginni fyrir aðild að Evrópusambandinu.Í stöðuskýrslu ESB frá 2013 er gerð athugasemd við að Ísland hafi ekki aðlagað sig regluverki Evrópusambandsins. Um sjávarútvegsmál segir
Overall, Iceland's fisheries policy is not in line with the acquis. Existing restrictions in the fisheries sector on freedom of establishment, services and capital movements as well as the management of shared fish stocks are not in line with the acquis
(Almennt er fiskveiðistefna Íslands ekki í samræmi við lög og reglur ESB. Takmarkanir á frelsi til fjárfestinga, þjónustu og fjármagnsflutninga í sjávarútvegi auk fiskveiðistjórnunarinnar eru ekki í samræmi við lög og reglur ESB)
Stefán Haukur átti fjölmarga formlega og óformlega fundi með samningamönnum ESB tókst ekki að finna sameiginlegan flöt á málefnum sjávarútvegsins. Þess vegna lagði ESB ekki fram rýniskýrsluna sem var forsenda þess að áfram yrði haldið með ferlið. Jóhönnustjórnin gat ekki einu sinni komið sér saman um samningsafstöðu í fiskveiðimálum. Allri vinnu við umsóknina var hætt árið 2012.
Í grundvallarlögum ESB, Lissabonsáttmálanum, er kveðið á um að sjávarútvegsmál heyri alfarið undir framkvæmdastjórn ESB. Framhjá þeirri hindrun komst ESB-ferli Jóhönnustjórnarinnar aldrei.
Ónýt ESB-umsókn í Brussel gerir minna en ekkert gagn; hún torveldar eðlilega þróun utanríkismála Íslands og gerir okkur tortryggileg í alþjóðlegu samstarfi. Við eigum að afturkalla þessa umsókn ekki seinna en strax.
ESB-tillaga lögð fram fyrir 26. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.