Olía, gjaldmiðlastríð og heimsátök

Japan prentar peninga til að lækka gengi jensins, keyra upp verðbólgu og auka útflutning. Ásamt kerfisbreytingum er þetta efnahagsstefna Abe, sem vann stórsigur í þingkosningum. Kínverjar og Kóreumenn eru á hinn bóginn ekkert kátir með stærri markaðshlutdeild japanskra iðnfyrirtækja og gætu gripið til ráðstafana.

Ambrose Evans Pritchard í Telegraph telur að japanska efnahagstilraunin gæti farið úr böndunum, jenið lækkað stjórnlaust og að asískt gjaldmiðlastríð leiði yfir heiminn efnahagsleg ragnarök. Pritchard vitnar í skýrslu HSBC-bankans sem er þekktur fyrir næmni á kínverska hagsmuni.

Ódýr olía heldur efnahagstilraun Abe enn á floti. Arabaþjóðir, á hinn bóginn, eru á barmi efnahagslegs öngþveitis vegna hruns hlutabréfamarkaða í kjölfar sílækkandi olíuverðs. Die Welt segir að arabískir olíusjóðir eiga stóra hluti í þýskum bönkum og iðnfyrirtækjum. Verðrun á evrópskum hlutabréfamarkaði er ekki óhugsandi verði olíusjóðirnar að selja bréfin. Welt minnir einnig á að ríkisgjaldþrot Dubai snemma 2008 var fyrirboði fjármálakreppunnar sem reið yfir heimsbyggðina þá um haustið.

Ódýr olía grefur einnig undan Rússlandi sem á í vök að verjast á vesturlandamærum sínum vegna ágengrar utanríkistefnu Evrópusambandsins. Veikari efnahagsstaða Rússa eykur líkurnar á að hernaðarmáttur þeirra tali sterkari rómi.

Fjármálavesírinn Mohamed A. El-Erian spáir gliðnun í alþjóðahagkerfinu á næsta ári og að stjórnmálamenn standi frammi fyrir stórum áskorunum. Í gjaldmiðlastríði tapa peningar gildi sínu enda slíkt stríð háð með gengisfellingum.

Þegar peningarnir verða að gjalti eykst vopnaskakið.

 

 

 


mbl.is Abe vann öruggan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Nei, nei. Þetta reddast ;)

Wilhelm Emilsson, 15.12.2014 kl. 11:54

2 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Wilhelm !

Nei: því miður - hefir Páll síðuhafi all mikið / til síns máls: að þessu sinni.

Galgopaháttur og kæruleysi: eru ekki réttu viðbrögðin við þeim víðsjám / sem framundan eru - og þegar hafnar allvíða: ágæti drengur.

Brölt Vesturlanda í Úkraínu - er svona ámóta skeinuhætt Heimsfriðnum / sem og hin skefjalausa uppivaðzla og grimmd Múhameðska packsins Wilhelm minn.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 12:03

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þetta var nú meira gálgahúmor hjá mér en galgopaháttur, Óskar, minn kæri falangisti, en hvað sem því líður þá hlýturðu þó að sjá vonarglætu í því að fasistar eru í uppsveiflu í Evrópu. Það eru jú þínir menn, ekki satt?

Wilhelm Emilsson, 16.12.2014 kl. 02:23

4 identicon

Sælir - á ný !

Wilhelm !

Þakka þér fyrir: leiðréttinguna á þinni meiningu, en ....... nei:: Falangistar eru óravíddir frá hugmyndafræði fasistanna Wilhelm minn, þar sem þeir (Fasistar) eru margir hverjir einum of hallir undir kynþátta hyggju Nazista, og ýmissa nærsveitamanna þeirra, ágæti drengur.

Þannig að: Fasistar eru EKKI mínir menn, Wilhelm minn. 

Með - ekki síðri kveðjum: en hinum fyrri og áður /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 12:29

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Óskar. 

Falangismi er yfirleitt skilgreindur sem tegund af fasisma. Hin virta Merriam-Webster orðabók skilgreinir falangista, t.d. svona: „a member of the fascist political party governing Spain after the civil war of 1936-39."

Menn eins og George Orwell fór til Spánar eftir að borgarstyrjöldin braust út, því þeir þeir voru reiðubúnir að hætta lífi sínu til berjast gegn útbreiðslu fasisma.

En þú lítur greinilega öðru vísi á málið. Hver er þín skilgreining á falangisma?

Wilhelm Emilsson, 16.12.2014 kl. 21:25

6 identicon

Sælir - sem jafnan, og áður !

Wilhelm !

Sínum augum: lítur hver á Silfrið, svo sem.

En - þér að segja: hefir mér sýnzt, sem þeir Francó heitinn á Spáni / líkt og Gemayel feðgar í Líbanon - og aðrir fylgismenn þeirra hafi staðið nær Kúómingtang hreyfingu Chiangs- heitins kai Shek og hans manna austur í Kína: hvað þjóðrækni og þjóðfrfelsisanda og framsækni raunverulegra framfara snertir:: þér að segja Wilhelm minn.

Fasismi / Nazismi og Kommúnisminn aftur á móti: voru og eru meiri forsjárhyggju kenningar: með tilheyrandi hafta stefnum - sem við sjáum Kristallazt í ógeðfelldu stjórnarfarinu hér á landi: meira að segja - þ.e. kylfa látin ráða kasti / og mokað undir forréttinda hyskið: sbr. Ítalíu Mússólínis / Sovétríki Leníns og Stalíns, sem og Þýzkaland Hitlers og Angelu Merkel í samtímanum: undir flaggi ESB hörmungarinnar: vel, að merkja.

Vona - að þessi lauslega útskýring mín: nái að glöggva þig á hlutunum Wilhelm minn.

Sömu kveðjur - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband