Moldvörpur á Moggabloggi

Blogg er ýmist skrifað undir nafni eða dulnefni. Þegar bloggarar kjósa sér dulnefni velja þeir að jafnaði nafngift sem ber með sér að vera falið auðkenni, t.d. Top dog, Seastone eða viðlíka. Moldvörpur aftur á móti reyna að blekkja lesendur til að halda að blogg þeirra sé skrifað undir nafni. Eftir mótmæli gegn nafnlausu bloggi virðist moldvörpum vaxa fiskur um hrygg hér á Moggabloggi.

Stundum er blekkingin ekki ýkja vel ígrunduð, samanber Kenny sem skrifaði athugasemd við blogg hér á síðunni í fyrradag. Á bloggsíðu Kenny segir að viðkomandi sé innflytjandi frá Evrópu og fylgir mynd af miðaldra karlmanni sem kannski er af höfundi. Kenny þessi er hlynntur áfengissölu í matvöruverslunum, andstæðingur Davíðs Oddssonar, hæðist að Arnari Jenssyni og segir margt um Smáralindarbæklinginn umtalaða. Óhætt er að segja að Kenny er enginn venjulegur nýbúi.

Önnur moldvarpa kynnir sig sem Svein Árnason og stofnaði blogg 20. febrúar síðast liðinn. Hann hefur ekki skrifað eitt einasta blogg á síðuna sína en gerir athugasemd í gær við pistil á þessari síðu. Á annan tug manna er skráður í þjóðskrá undir heitinu Sveinn Árnason. Ef bloggarinn Sveinn er í raun Árnason ætti hann að sýna nöfnum sínum þá kurteisi að kynna sig þannig að ekki fari á milli mála hvaða Svein um er að ræða.

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifaði þarfa ádrepu um nafnlaust blogg. Moldvörpublogg er sýnu verra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú einna ómerkilegasti bloggarinn á netinu. þú ert búinn að reyna að komast til áhrifa hjá Samfylkingunni, og hefur ekki tekist. (Ætlaðir að verða formaður jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi á  tímabili) Enda ert þú ekki jafnaðarmaður að hugsjón frekar en Geir H. Haarde. Þú ert frekar Krati með standpínu.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 03:05

2 Smámynd: Ólafur Als

Er hinn smekklausi Davíd Kristjánsson dæmi um moldvörpu eða er maðurinn bara illa innrættur? Ágæt ádrepa hjá þér Páll og fleirum en næsta víst að einstaka maður muni áfram sjá sér hag í því að fela sig á bak við grímu hugleysisins.

Ólafur Als, 21.3.2007 kl. 06:20

3 identicon

Ég held að Dr. Davíð Kristjánsson hafi með þessu meistaraverki sínu gefið því sem Páll skrifar hér um ágætis staðfestingu. Ef menn geta ekki tjáð sig í eigin nafni er best að sleppa því.

Björn Berg Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 10:24

4 identicon

Jenny er i rettu lidi og hefur vegid ad mannordi minu med lygum og omerkilegum upphropunum. En eg tek ekkert mark a svona lygurum en thetta er thorf abending hja ther Pall.

Baugsmalid a ser margar hlidar svo mikid er vist. Thad er otholandi fyrir thetta lid ad ALLIR hafi lagst i lid med theim midad vid hvad mikid var lagt undir. Sumir halda ad peningar geti keypt allt. Menn geta gert folk gjaldthrota en theim tekst ekki ad skafa innan ur heilabui folks.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:05

5 identicon

Kenny atti thad ad vera. Thessi sem thottist hafa verid i leikfimi hja mer en er samt fra Austur Evropu.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:05

6 identicon

Moldvörpublogg=Blogg sem er ekki skoðunum Páli Vilhjálms þóknanlegt.

Ein spurning til þín Páll þar sem þú ert nú í gríð og erg að tengja hina og þessa fjölmiðla við Baug.  Hvað finnst þér um tengsl Moggans við Sjálfstæðisflokkinn?

Það væri t.d. hægt að kalla Reykjavíkurbréfið, moldvörpuskrif þar sem það er nafnlaust með öllu og áróður gegn þeim flokkum sem ógna veldi Sjálfstæðisflokksins.

Valur (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 15:19

7 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Auvitað er moldvörðuplogg óhuggulegt eins og menn skammist sín fyrir skoðun sína.

Vil bæta við að mér finnst lokað blogg lítið betra. Alla vega kemst ég ekki inn á bloggið hjá Birni Inga og nýja bloggi Framsóknar.

Það er þessi stefna hjá Framsókn sem alltaf hefur verið, að óþafi er að ræða málin, Framsókn mun vel fyrir sjá.

Hélt að Jón Sigurðsson ætlaði að breyta þessari ólýðræðislegu stefnu þar sem enginn má hafa skoðun?

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 21.3.2007 kl. 16:04

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þótt bloggari noti eitt eða annað höfundarnafn þarf ekki að vera að sá hinn sami sé neitt að fela, ef viðkomandi er með upplýsingar um sig ig sitt nafn rétta á blogg síðu sinni sé ég ekkert að því, og er þá að vitna í td. sjálfan mig.

Sigfús Sigurþórsson., 21.3.2007 kl. 20:47

9 identicon

Glanni (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 02:00

10 identicon

Það er óhugguleg staðreynd að fólk skuli háfpartinn neyðast til þess oft á tíðum að koma fram undir dulnefnum til þess að tjá skoðanir og jafnvel segja frá staðreyndum. Þetta á vel við um þessa umræðu og þá gildir einu hvort fólk heldur með Baugsmönnum eða hinu liðinu.

En fyrst þú ert að tala um moldvörpur Páll, væri ekki rétt að telja "Ónefnda manninn" þar fyrstann og fremstann?

Heimir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:58

11 identicon

Þegar fólk er farið að missa vinnuna vegna einnar fljótfærnislegrar bloggfærslu þá er ég ekkert að fara að blogga undir nafni. Það er alveg klárt mál.

Þú kemur einmitt með eina skýringuna sjálfur Páll. Hún er Sveinn Árnason. Kannski kærir fólk sig ekkert um að eitthvað lið út í bæ sé að grennslast fyrir um sig og afla upplýsinga um sig.

Það er í góðu lagi að blogga undir dulnefni svo lengi sem það er innan siðgæðismarka. En að lokum vil ég segja að Guð forði okkur frá því að moggabloggið verði eins og Málefnin.com.

Byggingaverkamaður (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 12:42

12 Smámynd: Jón Einar Sverrisson

Mér þætti forvitnilegt að vita um tilfelli þar sem málefnalegar og vel ígrundaðar bloggfærslur hafa orðið til þess að menn missi vinnuna. Enda fádæma slöpp rök sem eiga að réttlæta notkun dulnefna í umræðum hér að mínu mati. Mér finnst þetta þörf umræða.

Vísa í pistil sem ég skrifaði um hina nafnlausu á blogginu mínu.

Jón Einar Sverrisson, 23.3.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband