Að trúa á Ísland - eða ekki

Evrópulönd, einkum þau á meginlandinu, hættu að trúa sín eigin þjóðríki í kjölfar tveggja heimsstyrjalda, sem hófust báðar í álfunni og stofnuðu Evrópusambandið. Í fyrri heimsstyrjöld fékk Ísland fullveldi eftir 70 ára baráttu; í seinni heimsstyrjöld klauf Ísland sig frá meginlandi Evrópu og stofnaði lýðveldi.

Ísland er samfélag án herþjónustu - ólíkt öllum öðrum þjóðum á meginlandi Evrópu. Ísland er býður öllum þegnum sínum atvinnu - ólíkt öllum þjóðum á meginlandi Evrópu. 

Forsætisráðherra trúir á Ísland; formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins trúir ekki á Ísland og vill þjóðina undir ok Evrópusambandsins.

Okkar verkefni er að halda Samfylkingunni utan ríkisstjórnar.


mbl.is Þurfa að trúa á framtíð landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Lokasetningin sagði allt sem segja þarf í svip.  Mikilvægasta verkefni okkar er að halda þessum álfum úr stjórn.

Elle_, 11.9.2014 kl. 00:00

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Árni Páll þuldi bara sömu möntruna og hann hefur haft yfir svo lengi sem elstu menn muna, en Guðmundur Steingríms fór hreinlega með himinskautum í fyrirlitningu sinni á öllu sem íslenskt er.

Þvílík óværa sem þessa menn hrjáir.

Ragnhildur Kolka, 11.9.2014 kl. 00:00

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Akkurat Elle mín!

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2014 kl. 00:39

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dvaldi of lengi við færsluna--en hvað ég er sammála þér Ragnhilldur.

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2014 kl. 00:45

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Síðuhafi segir: "Ísland er býður öllum þegnum sínum atvinnu - ólíkt öllum þjóðum á meginlandi Evrópu." Lítum á staðreyndir. Á Íslandi er atvinnuleysi 5.1% í júní 2014. Í Austuríki er atvinnuleysi 4.7% og í Þýskaland 5.1%, þannig að fullyrðing Páls stenst ekki. 

Wilhelm Emilsson, 11.9.2014 kl. 02:24

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fullyrðing Páls stendur Wilhelm. Við skulum átta okkur á því að það er fjöldi manns sem ekki vill vinna á Íslandi og velur frekar atvinnuleysisbætur. Því þurfa atvinnurekendur að flytja inn vinnuafl í stórum stíl.

Hvejar ástæður þess að fólk kærir sig ekki um að vinna er svo aftur spurning. Þar gæti komið til algert sleifarlag forystu launafólks, sem hefur komið því svo fyrir að laun hér á landi eru í sögulegu lágmarki. Fleiri ástæður má kannski finna.

En megin málið er þó það að hér á landi er til vinna fyrir alla Íslendinga sem kæra sig um vinnu.

Það er annars gleðilegt að þú skyldir fnna tvö lönd af þeim 28 sem mynda ESB, þar sem skráð atvinnuleysi er svipað og hér á landi. Það hlýtur að gleðja ESB hjörtun alveg óskaplega mikið. Horfum bara framhjá hinum, þar sem meir en fjórðungur sumra þjóða er án atvinnu og meir en helmingur ungmenna er án vinnu.

Þetta unga fólk stendur frammi fyrir því að klára sína ævi án þess nokkurntímann það kynnist því að vera á vinnumarkaði.

Gunnar Heiðarsson, 11.9.2014 kl. 09:46

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg verð að segja, að það er bókstaflega óhugnalegt að sjá og heyra hvernig framsjallar og almennir kjánaþjóðbelgingar tala um þjóð sína.

Óhugnalegt.

Öfgatalið og hatrið á sinni eigin þjóð hjá nefndum aðilum er gjörsamlega handan alls sem hægt er að skilja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2014 kl. 10:06

8 Smámynd: Elle_

Það er annars gleðilegt að þú skyldir fnna tvö lönd af þeim 28.  Já Gunnar.  Varstu að reyna að segja eitthvað, Ómar?

Elle_, 11.9.2014 kl. 10:52

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Íslenskur almenningur við LÍÚ-framsjalla og þjóðbelginga: Hvað höfum við gert ykkur!

Það er orðið nokkuð ljóst að það eru tvær ,,þjóðir" í landinu. Framsjallaelítan og íslensk alþýða.

Hvernig bardaginn við framsjalla fer á endanum er ekki gott að fullyrða um.

En orð Jónasar frá Hriflu munu eiga við þegar hann mælti eftir að sjallar hófu hrottalega atlögu og ofbeldisaðför að honum á sínum tíma, að þá sagði Jónas: Sá sterkari mun sigra.

Og það var viturlega mælt.

Sá sterkari mun sigra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2014 kl. 12:19

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Af því að Ómar er kominn með tilvísun í fortíðina er allt eins hægt að hafa eitt sögukornið svona:

„Árni Páll mælti til Jóhönnu Sig: „Fá mér leppa tvo úr hári þínu og snúið þið Steingrímur J saman til bogastrengs mér.“ Jóhanna Sig svarar á móti: „Liggur þér nokkuð við?“ Árni Páll mælir: „Pólitíkt líf mitt liggur við, því að þeir munu mig aldrei fá sóttan meðan eg kem áróðurs-boganum við.“

Benedikt V. Warén, 11.9.2014 kl. 16:57

11 Smámynd: Elle_

Að ofan heyrðist veikum rómi: >Sá sterkari mun sigra<.  Og við gefum ekki fullveldið svo þessi maður geti verið í pólitík.  Sá veikari mun tapa.

Elle_, 11.9.2014 kl. 21:01

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er ekkert að ljúga því að hann Jónas sagði þetta. Ja, hann sagði að vísu eða skrifaði: ,,Sá sterkari mundi sigra að lokum".

http://is.wikipedia.org/wiki/St%C3%B3ra_bomba

Hugsa sér að sjallar skyldu leggjast svona lágt.

Þeir ásökuðu Dómsmálaráðherrann um að vera geðveikur! Þeir ætluðu að koma Jónasi á Klepp!! Og það er bara örstutt síðan þetta var.

Þeir ásökuðu Jónas líka opinberlega, meir að segja sjálfur Ólafur Thors, um að hann væri í eiturlyfum! Og Mogginn náttúrulega, própagandarör sjallaflokks, fylgdi dylgunum eftir! Halló.

Svo eru menn eitthvað hissa sumir á hvernig sjallaflokkur hegðar sér í dag. Eigi er eg hissa. Sjallaflokkur er svona. hefur alltaf verið, er, og mun sennilegast alltaf verða meðan sá flokkur er við lýði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2014 kl. 23:08

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Gunnar og Elle

Gunnar, fyrst segir þú: &#132;Fullyrðing Páls stenst&#148;. Svo segirðu: &#132;Það er annars gleðilegt að þú skyldir fnna tvö lönd af þeim 28 sem mynda ESB, þar sem skráð atvinnuleysi er svipað og hér á landi.&#148; Þannig að í seinni athugasemdinni ertu sammála mér um það að fullyrðing Páls stenst ekki.

Hitt er svo annað mál hvernig atvinnuleysi er metið. Ef það er fjöldi manns á Íslandi sem vill ekki vinna en velur frekar atvinnuleysisbætur, eins og þú heldur fram, þá á það alveg eins við í öðrum löndum, ekki satt? Með öðrum orðum, ef þú treystir ekki atvinnuleysistölum frá Íslandi þá verður þú líka að vantreysta atvinnuleysitölum frá öðrum löndum.

Og þó að Elle sé með smá kaldhæðni, þá treystir hún því sem ég sagði, sem þýðir að fullyrðing Páls stenst ekki. Það er allt og sumt.

Wilhelm Emilsson, 12.9.2014 kl. 02:29

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Palli kýs þá líklega ekki VG aftur eða hvað?

Halldór Jónsson, 12.9.2014 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband