Stefán jarđar frjálshyggju Árna Páls

Formađur Samfylkingar, Árni Páll Árnason, keyrir frjálshyggjustefnu sem miđar ađ ţví ađ gera flokkinn samstarfshćfan Sjálfstćđisflokknum, eins og Styrmir Gunnarsson bendir á.

Gleggst kemur frjálshyggja Árna Páls fram í afstöđunni hans til peningamála. Hann finnur krónunni og skipulagi gjaldmiđlamála allt til foráttu. Stefán Ólafsson prófessor tekur upp ţykkjuna fyrir hönd sígildrar jafnađarstefnu og mćlir krónunni bót. Stefán beinir spjótum sínum ađ leiđarahöfundi Fréttablađsins en öllum má vera ljóst ađ hverjum skeytin beinast. Stefán skrifar

Atvinnuleysi minnkar stöđugt og betur en hjá öđrum kreppuţjóđum (sjá t.d. hér). Ţrátt fyrir gjaldeyrishöftin. Höftin eru alls ekki ađ gera okkur ađ “ríkisvćddu láglaunalandi” – heldur aftra ţví ađ viđ verđum óheft og markađsvćtt láglaunaland, međ enn lakari kjör en nú er.

Ísland varđ eitt ađ ríkustu löndum heims innan gjaldeyrishafta, sem voru í gildi hér til ársins 1995.

Afnám haftanna drekkti ţjóđinni síđan í skuldum gráđugra braskara eftir aldamótin 2000. Sjálfsagt er ađ stefna ađ afnámi gjaldeyrishafta í framtíđinni, en ţađ verđur ađ gerast án ţess ađ krónan hrynji um tugi prósenta, á kostnađ heimilanna. 

Frjálshyggjumađurinn Árni Páll telur atvinnuleysi og gjaldţrot heimilanna bestu efnahagspólitíkina fyrir ţjóđina. Svokallađur jafnađarmannaflokkur Íslands er í höndunum á auđmannadindli til hćgri viđ Sjálfstćđisflokkinn. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Tekur einhver mark á Árna Páli?

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 9.9.2014 kl. 16:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég ţekki í ţađ minnsta engan...............

Jóhann Elíasson, 9.9.2014 kl. 19:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Nei ekki ég heldur.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 9.9.2014 kl. 19:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband