Samfylkingardeild XD segir upp Jóni Ásgeiri

Hreinn Loftsson fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra kom á tengslum samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Í samfylkingardeildinni eru menn eins og Ari Edwald fyrrum forstjóri 365 miðla, Ólafur Stephensen fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins, Guðlaugur Þór Þórðarson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum ráðherra og Sveinn stjörnulögfræðingur. Ásamt, auðvitað, Þorsteini Pálssyni, sem var ritstjóri Jóns Ásgeirs og hin síðari ár fastur dálkahöfundur.

Með brotthvarfi Þorsteins er slitið bandalagi Jóns Ásgeirs og samfylkingardeildarinnar, sem m.a. leiddi til stofnunar hrunstjórnar Geirs H. Haarde árið 2007. 

Báðir aðilar eru vígamóðir eftir hrun; Jón Ásgeir hangir eins og hundur á roði á eftirhreytunum af Baugsveldinu og samfylkingardeildin tapaði stórt á því að veðja á ESB-málið.  

Líklega var bandalagið farið að líkjast óþarflega því að haltur leiði blindan til að það ætti framtíð fyrir sér. 


mbl.is Lætur af skrifum fyrir Fréttablaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Blindir fá sýn,haltir ganga. Sælir eru hógværir,því þeir munu jörðina erfa. Og sjá! Esb. passar ekki fyrir Ísland, né síður Evra sem gjaldmiðill.

Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2014 kl. 05:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband