Talar Stefán tungum tveim?

Stefán Eiríksson fráfarandi lögreglustjóri í Reykjavík sagðist ekki hafa hætt vegna þrýstings frá innanríkisráðherra.

Í hljóðrituðu spjalli við umboðsmann alþingis virðist Stefán segja allt aðra sögu en hann gerði í lok júlí.

Stefán þarf að útskýra hvora frásögnina á að taka gilda.


mbl.is „Eruð þið ekki að ganga of langt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hann fann fyrir óeðlilegum þrýstingi og afskiptum innanríkisráðherra, eins og berlega kemur fram í bréfi UA. En sagði ekki upp af þeim sökum.

Er þetta eitthvað að vefjast fyrir þér?

Skeggi Skaftason, 26.8.2014 kl. 12:54

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er ekki aðalmálið lengur hver lak skjalinu, heldur hver sagði hvað við hvern...

Þetta er komið út í bull segji ég og málið löngu farið frá sjálfu sér núna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.8.2014 kl. 13:16

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Skýrslugjöf Lögreglustjóra hjá Umboðsmanni Alþingis staðfestir að innanríkisráðherra hafði mjög óeðlileg afskipti af lögreglurannsókn sem beindist að ráðuneyti hennar og hennar aðstoðarmönnum. Það er bara alveg kristaltært.

Ég sé ekki að það sé "bull", heldur bara mjög alvarlegt mál. Hanna Birna Kristjánsdóttir er ekki starfi sínu vaxin.

Skeggi Skaftason, 26.8.2014 kl. 14:49

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Alveg hárrétt HBK er ekki starfi sínu vaxin, þess vegna átti hún að vera búin að segja af sér fyrir löngu, þá hefði þetta mál aldrei undið svona upp á sig.

Hjörtur Herbertsson, 26.8.2014 kl. 17:25

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Skeggi !

Finnst þér eitthvað óeðlilegt að eftir margra vikna tuð og tafir að ráðherrann spyrji hvort sé ekki að fara að ljúka rannsókn. Löggæslan tók gögn langt út fyrir þetta mál af viðkvæmum upplýsingum um þúsundir íslendinga ásamt fleiru.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.8.2014 kl. 18:26

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú hefur opinberast hvernig þið sjallarnir vinnið. Enn eitt sjallahneykslið fer nú yfir landið með tilheyrandi skaða.

Eg segi fyrir minn hatt að ég er ekki neitt hissa.

Eg hef marg, margsagt fólki hvernig þeir sjallar eru.

Mín orð um sjalla og útlistanir á þeirra stefnu og tilgangi hefur nú allt verið staðfest.

Það umhugsunarverða er e.t.v. að eg hef fengið mjög bágt fyrir þegar eg hef bent á einfaldar staðreyndir um sjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.8.2014 kl. 18:37

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar möntrusönglari !

Við höfum heyrt þessa möntru sem flugfreyjan og jarðfræðineminn kenndu þér hefur þú sagt okkur mörg þúsund sinnum - að minnsta kosti.

Þú aftur á móti mantrar vitleysu um það bil í hvert sinn sem þú sest við að skrifa - og færir fram sleggjudóma út í loftið. Allir sjá hversu vitlausir þeir eru og því hefur þú oft verið beðinn um rökstuðning fyrir sönglinu þínu - en jafn oft hefur þú ekki svarað nokkurn veginn.

Hvernig væri að slá fram einhverju sem þú getur með rökum sýnt fram á að þú hafir rétt fyrir þér svona til tilbreytingar ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.8.2014 kl. 18:49

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Palli minn er verið að segja að þú sért orðinn sjalli núna, og Predikarinn ég tek undir orð þín hérna.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.8.2014 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband