Mikael undir Kristínu en yfir Ólafi

Baugsmiðlar eru verkfæri eigenda sinna til hagsmunagæslu en ekki til að þjóna almannahagsmunum. Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins gagnrýndi ítök eigendanna, Jóns Ásgeirs og Ingibjargar, og fékk yfir sig yfirfrakka í formi Mikaels Torfasonar.

Kristín Þorsteinsdóttir, sem talar reglulega fyrir hagsmunum Jóns Ásgeirs, er orðinn yfirmaður Mikaels, sem áður heyrði beint undir forstjóra.

Mikael leggur upp úr því að Kristín sé sinn yfirmaður en ekki þeirra beggja Ólafs - enda yrði Ólafur þar með jafnstilltur Mikael. Í prentútgáfu Morgunblaðsins er þetta orðað svona

Aðspurður segir Mikael að ekki sé verið að lækka hann og Ólaf í tign. Hann sér þó fyrir sér að hann sjálfur muni heyra undir Kristínu. »Í reynd myndi ég segja það. Útgefandinn er auðvitað sá sem gefur út þessa miðla, sem heyra einnig undir forstjóra. Hún tekur við þessu hlutverki af forstjóranum, sem hefur hingað til verið okkar næsti yfirmaður. Raunar tel ég enga breytingu vera á högum mínum og Ólafs.

Þau þrjú munu takast á um síminnkandi hlut fjölmiðlunar í 365 enda stefnir fyrirtækið í það að verða fjarskiptafyrirtæki.


mbl.is Ráðin útgefandi 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég segi nú alveg eins og er, ég myndi nú heldur vilja vera UNDIR Kristínu en Ólafi.

Jóhann Elíasson, 25.7.2014 kl. 12:21

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Jón Ásgeir er að ná gömlu hlýðnu liði aftur til sín.

Óþverra blað verður verra fyrir vikið.

Birgir Örn Guðjónsson, 26.7.2014 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband