Már besti kosturinn í Seðlabankann

Már Guðmundsson er sitjandi seðlabankastjóri og besti kosturinn þótt sterkir umsækjendur séu um stólinn. Már er vitanlega ekki hafinn yfir gagnrýni, hann t.a.m. gerði sig sekan um dómgreindarleysi þegar hann lögsótti vinnuveitanda sinn vegna launaþrætu.

Már er maðurinn sem haft hefur yfirumsjón með stöðugustu mynt í heimi frá hruni, íslensku krónunni, í tíð tveggja ríkisstjórna. Hann sýndi verulega diplómatíska hæfileika þegar hann í tíð Jóhönnustjórnarinnar var krafinn um fylgisspekt við evru-línuna, að evran væri framtíðarheimili þjóðarinnar, þrátt fyrir að jaðarríki ESB brynnu upp í evru-báli. Að vísu spilaði Már með í vinstriþvælunni um að við ættum að kyngja Icesave-lögunum en þar gekk hann ekki fram óhóflega.

Gjaldmiðlar, líkt og önnur verðbréf, snúast um trúverðugleika. Már er í fimm ár búinn að eiga virkan þátt í að skjóta stoðum undir krónuna og tekist svo frábærlega að almenningur hefur ekki haft hugmynd um að gjaldeyrishöft væru í gildi. Þá er verðbólgan, sú forna fjandkona, kirfilega bundin í heilbrigðan tveggja prósenta bás.

Már er maðurinn til að festa endurreista krónu í sessi.

 


mbl.is 10 sóttu um stöðu seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eru einhver gögn sem Heimssýn hefur eða getur vísað í um að svokölluð ,,íslenska króna" sé stöðugasta mynt í heimi frá 2008?

En sem gefur að skilja ætti að vera hægt að ætla að mynt sem er reyrð niður með reipum auk tvöfalldra hafta á fram- og afturfótum, ætti að vera þokkalega stöðug - en eru einhver gögn handbær til að styðja fullyrðinguna?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2014 kl. 13:13

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er Már ekki fylgjandi Stærra Hagkerfi ESB/EVRU?

Ertu þá orðin fylgjandi ESB?

"Eftir því sem landið er minna/íbúafjöldinn minni.

=Þeim meiri er vandinn tengt litlum hagkerfum".

(Már Seðlabankastjóri).

http://www.vb.is/frettir/81061/

Jón Þórhallsson, 1.7.2014 kl. 13:16

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Miðað við menntun, starfsreynslu og sérfræðiþekkingu Lilju Mósesdóttur get ég ekki ímyndað mér annað en það verði ómögulegt fyrir þá, sem hafa með ráðninguna í seðlabankastjórastöðuna að gera, að horfa framhjá umsókn hennar. Ég el þá björtu von í brjósti að það sé útilokað og hún hljóti þar af leiðandi stöðuna. Ég er sannfærð um að það muni ekki aðeins birta til í efnahagsmálum landsins, ef hún yrði ráðinn næsti seðlabankastjóri Íslands, heldur hugum margra landsmanna líka! http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1404599/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.7.2014 kl. 13:45

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki: það er alls ekki krónan sem er stöðugasti gjaldmiðill heims, heldur sú verðtryggða sem stendur aðeins fjármagnseigendum til boða.

Rakel: Ef Lilja væri seðlabankastjóri, myndi hún þá gera það sitt fyrsta verk að láta rannsaka lögmæti snjóhengjunnar svokölluðu? Myndi hún beita sér fyrir riftingu ólöglegu Landsbankabréfanna? Myndi hún framfylgja vaxtalögum og skikka bankana til að leiðrétta verðtryggðu lánin til samræmis við það? Og mikilvægasta spurningin af öllum: myndi hún breyta reglum seðlabankans um verðtryggingu fjárskuldbindinga þannig að óheimilt verði að nota hana í neytendalánum. (Með öðrum orðum: afnema verðtryggingu neytendalána?)

Ef svörin við öllum þessum spurningum eru jákvæð, þá er Lilja sennilega einn besti mögulegi umsækjandinn um starfið.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2014 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband