ESB rifnar í sundur, spurningin er hvernig

Frakkar eru komnir á fremsta hlunn að sprengja upp Evrópusambandið, skrifar Roger Bootle, í Telegraph eftir stórsigur andstæðinga ESB í Evrópuþingskosningum. Ef Frakkar falla útbyrðis verða Þjóðverjar að treysta á bandalag við Breta, er einn af fjórum framtíðarútgáfum ESB, sem Die Welt skrifar um.

Undir þessum kringumstæðum velja leiðtogar Evrópusambandsins nýjan forseta framkvæmdastjórnarinnar, - en það er ígildi forsætisráðherra ESB. Til að auka lýðræðislegt lögmæti ESB var kjósendum í Evrópu sagt að oddviti þess bandalags sem fengi flest atkvæði í Evrópuþingskosningunum hreppti embættið. Samkvæmt því ætti Jean-Claude Juncker að fá embættið en hann er oddviti miðhægribandalagsins, sem er stærst á Evrópuþinginu.

Juncker er stækur sambandssinni. Cameron, forsætisráðherra Breta, verður á ná tilbaka valdheimildum sem Brussel hefur sölsað undir sig ef það á að vera nokkur von til að Bretland verði áfram aðili að Evrópusambandinu. Juncker er of mikill sambandssinni til að gefa nokkurn afslátt af valdheimildum ESB. Og þess vegna getur Cameron ekki samþykkt lýðræðislega kjörinn eftirmann Barrroso í stól forseta framkvæmdastjórnarinnar.

Evrópusamband 28 þjóðríkja þar sem 18 ríki búa við sameiginlegan gjaldmiðil mun ekki halda velli nema fáein ár enn. Uppgjör er óumflýjanlegt.


mbl.is Bretar gætu sagt skilið við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Juncker er vinsæll á Evrópuþinginu:

https://www.youtube.com/watch?v=KIzbh6JxKYs&list=PLDkbmcwlBFwMzQVJmzulkW8LwLq9Ll05m

Alfreð K, 2.6.2014 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband