Framsókn bætti sig, Samfylking tapaði

Framsóknarflokkurinn bætti flestum sveitarstjórnarfulltrúum við sig í nýafstöðum kosningum og Samfylking tapaði flestum fulltrúum. Framsókn fór úr 45 fulltrúum í 49. Samfylking tapaði heilum sjö fulltrúum, var með 42 en fór niður í 35.

Í samantekt RÚV, þar sem þessar tölur eru fengnar, eru yfirburðir Sjálfstæðisflokksins staðfestir. Flokkurinn er með 120 sveitarstjórnarfulltrúa, bætti við sig þrem í gær.

Björt framtíð er stærri en VG á þennan mælikvarða, með 11 fulltrúa á móti níu.

Niðurstaða: vinstriflokkarnir eru enn í lægð og kosningasigur hægriflokkanna á síðasta ári er staðfestur.


mbl.is Árangur ríkisstjórnarinnar hafði áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir eru margra manna makar í munnsöfniðinum þessir 9 hjá Vg.að því leiti þó nokkuð stærri en Björt Framtíð með 11-

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2014 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband