Sálfræði peninganna og stúdentspróf Hraðbrautar

Til er kenning sem segir að fái ókeypis gæði verðmiða aukist virðing okkar fyrir þeim. Stúdentspróf er ókeypis gæði í þeim skilningi að öllum ungmennum stendur það til boða. Nemendur borga fáein þúsund við innritun og fá stúdentspróf ef þeir standast námskröfur að þrem, fjórum eða fimm árum liðnum.

Sumum nemendum er ofviða að standast námskröfur og þeir útskrifast ekki. Hraðbraut Ólaf­s Hauk­s John­son ætlar að taka þessa nemendur með trompi. Gefum Ólafi Hauki orðið

Það þýðir auðvitað að við þurf­um að rukka mjög há skóla­gjöld,“ seg­ir Ólaf­ur Hauk­ur, en skóla­gjöld­in verða 890 þúsund krón­ur fyr­ir hvert skóla­ár. [...] ung­menni á aldr­in­um 18 til 22 ára, sem hef­ur áhuga á því að hefja nám í skól­an­um. „Það eru eldri nem­end­ur. Fólk sem hef­ur kannski verið að slugsa á fram­halds­skóla­ár­un­um eða jafn­vel alls ekk­ert verið í skóla. Síðan allt í einu átt­ar það sig á því að það hef­ur áhuga á því að fara í há­skóla og mennta sig,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Ég finn það al­veg að þessi hóp­ur er mjög til­bú­inn að skoða skól­ann þó svo að skóla­gjöld­in séu há.

Til að keyra punktinn heim um að endurvakin Hraðbraut er alvöru skóli segir Ólafur Haukur eftirfarandi um væntanlega kennara skólans:

Hann seg­ist reynd­ar eiga eft­ir að ráða kenn­ara í ein­hver störf, en hann hef­ur þó verið í sam­bandi við nokkra. „Það er þannig að þegar maður byrj­ar á nýj­an leik get­ur maður ekki boðið kenn­ur­um upp á fullt starf til að byrja með.

Sem sagt: rukka nemendur um tæpa milljón á hverju skólaári og hafa kennara í hlutastarfi við að koma nemum, sem ekki klára sig í öðrum skólum, í gegnum nám til stúdentsprófs á mettíma.

Hvað með að rukka nemendur um tvær milljónir fyrir stúdentspróf, sleppa kennslu alfarið og hafa bara einn skóladag, útskriftardaginn?

 


mbl.is Hraðbraut tekur til starfa á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo skemmtilega vill til að við hliðina á þessari frétt, um enn einn klíkubróðurinn er frétt um 17 ára dreng í Sierra Leoni sem komst af sjálfsdáðum upp úr fátæktinni með því að týna dót úr ruslinu, sjá hér:

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/05/22/hann_vildi_ekki_lifa_i_myrkrinu/

Hvor þeirra ætli sé nú meiri manneskja?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2014 kl. 21:43

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Varðandi nemendur sem standast ekki námskröfur: Það hlýtur að vera jákvætt að koma þeim í gegn þeirra sjálfra vegna og þjóðfélagsins en þetta er held ég ekki rétta leiðin. Spurning hvort ekki væri rétt að lengja skyldunámið upp að 18 árum,fella úr námsskránni óþarfa greinar ( t.d. trúarbragðafræði og skyldulesningu á Njálssögu og Gunnlaugss-ögu Ormstungu í Íslenskunni). Menntun er lífsnauðsyn fyrir fólk sem ætlar sér að hafa vinnu í framtíðinni en ekki að þvælast á götunni á bótum með tilheyrandi félagsleg vandamál fyrir þjóðfélagið.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.5.2014 kl. 06:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður punktur Jósef.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2014 kl. 10:09

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Nú held ég að við Páll getum kannski verið sammála um eitthvað, Jósef. Að lesa Njálssögu er, að mínu mati, ekki óþarfi fyrir Íslendinga :)

Wilhelm Emilsson, 23.5.2014 kl. 19:20

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Njálssaga er góð Wilhelm en þarf nú kannski ekki að vera skyldulesning.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.5.2014 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband