Lög á verkföll sem raska allsherjarreglu

Enginn ferðamaður kemur til Íslands vegna flugvallarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli. Og engir ferðamenn koma til landsins vegna flugmanna Icelandair. Þessar stéttir eru á hinn bóginn í þeirri stöðu að ógna allsherjarreglu; stöðugri atvinnu í landinu og stöðugu gengi krónunnar.

Verkföll eru ekki mannréttindi, eins og forseti ASÍ heldur, enda geta stéttarfélög ekki átt mannréttindi, aðeins einstaklingar. Samfélagið, á hinn bóginn, á kröfu til þess að alþingi og ríkisstjórn viðhaldi allsherjarreglu.

Ef rök flugvallarstarfsmanna og flugmanna fyrir hærri launum halda ekki, þá á að setja lög boðuð verkföll.


mbl.is Allt útlit fyrir allsherjarverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

"Enginn ferðamaður kemur til Íslands vegna flugvallarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli."

Þetta hljómar undarlega þegar við á Egilsstöðum teljum átta fullhlaðnar rútur koma til landsins með Norrænu og ótal einkabíla.

Þetta sýnir bara hvað umræðan er sjálflæg, bara út um gluggann á 101 Reykjavík.

Benedikt V. Warén, 29.4.2014 kl. 14:18

2 identicon

Góður þessi, er það ekki partur að því að viðhalda allsherja reglu að leyfa ekki stéttarfélögum að ræna þúsundir einstaklinga pening sem þau greiddu fyrir þjónustu, það er skólagjöld í framhaldsskólum?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 16:34

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þetta er bráðfyndið. Páll agnúast mikið útí 101 Reykjavík, einhverra hluta vegna. Núna er Benedikt búinn að setja hann í þann flokk.

Elfar Aðalsteinn, Páll gæti kannski svarað þér með því að leggja út af Animal Farm eftir George Orwell: „Allir launþegar eru jafnir, en sumir launþegar eru jafnari en aðrir."

Wilhelm Emilsson, 29.4.2014 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband