Ragnheiður og 40 prósentin

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ESB-sinni segir að einu sinni hafi flokkurinn verið 40%-flokkur en nú sé Sjálfstæðisflokkurinn 26%-flokkur vegna þess að stefnan sé ,,einstrengingsleg."

Nú er Ragnheiður í Sjálfstæðisflokknum og segist ekki ætla að fara úr flokknum og eiga meira sameiginlegt með sjálfstæðisfólki en t.d. Samfylkingunni.

Með Ragnheiði í flokknum er Sjálfstæðisflokkurinn með 26% fylgi. Hvers vegna gerir Ragnheiður ekki flokknum greiða og segir sig úr Sjálfstæðisflokknum?  Þá væri kannski sjens á 40% fylgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ennþá furðulegra er þegar Ragnheiður Ríkharðsdóttir lýsir því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn sé einstrengislegur í ESB málum, hefur Rangheiður aldrei setið landsfund Sjálfstæðisflokksins? ekki veit ég betur en að sá fundur fulltrúa flokksins frá öllum flokksfélögum um land allt álykti um stefnu flokksins. Ef Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ekki sammála Landsfundi flokksins, er hún þá ekki í röngum flokki?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 21:00

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og hver var það sem kom flygi Sjálfstæðisflokksins upp í þessi 40 prósent og hélt því þar án feilnótna í rúman áratug. Hver skyldi hafa afrekað það?

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2014 kl. 21:50

3 identicon

Góð spurning hjá þér Gunnar, henni vilja allavega þeir sem harðastir hafa verið í gangrýni sinni á þá persónu ekki svara, og líklega ekki sá sem hefur harma að hefna, en fær væntanlega aldrei tækifæri til þess.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 22:01

4 Smámynd: Elle_

Hann er of fastur á fótunum, of sterkur, fyrir valt fólk.  Þessvegna þola þau hann ekki og þora ekki að minnast á hann nema með stöfum, eins og XDO.

Elle_, 27.4.2014 kl. 23:30

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Henni vex ásmeginn,þegar ímynduðu stórhvelin flasha á sviðinu dag eftir dag,þá er óhætt að fletta frá.

Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2014 kl. 01:07

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú deili ég ekki skoðunum hvað varðar ESB með Ragnheiði, held að niðurstaðan verði alls ekki ásættanleg auk þess sme ég hef ákveðnar efasamdir varðandi sambandið sjálft. Held að í sama flokki geti vel verið fólk sem hafi mismuandi skoðanir á ESB. Þessi skortur á umbuðarlyndi hefur tætt vinstri menn í smáeiningar og nú virðist svo sem þetta sé farið að hjá þá sem eru hægri megin við miðju.

Sigurður Þorsteinsson, 28.4.2014 kl. 06:49

7 Smámynd: Elle_

Eru sölumenn fullveldisins ekki of yfirgangssamir í flokki sem vill fullveldi, Sigurður?  Þeir eru andlýðræðislegur, andstjórnarskrárlegur, pínulítill minnihluti.

Elle_, 28.4.2014 kl. 11:01

8 identicon

Sigurður með þínum rökum væru þingmenn sem styddu stóraukinn ríkisrekstur á öllum sviðum  velkomnir í þingmannahóp Sjálfstæðisflokksins.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 22:24

9 Smámynd: Halldór Halldórsson

Páli Vilhjálmssyni, samferða Birni Bjarnasyni og Davíð Oddssyni, ásamt öðrum hrokagikkum; er óskað góðrar ferðar niður í 15% kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins! Þess óskar andstæðingu ESB-aðildar Íslands, en sem skilur að 70% kjósenda vill fá að kjósa um málið, núna!

Halldór Halldórsson, 29.4.2014 kl. 00:40

10 Smámynd: Sólbjörg

Þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn gerðu það eingöngu vegna stefnu flokksins eins og hún var samþykkt á Landsfundinum. Ragnheiður virðist hafa gleymt kjósendum flokksins þegar að hún segir að hún ætli að vinna að því að breyta flokknum varðandi andstöðu hans við aðild að ESB. Ragnheiður þarf að átta sig á að ef hún gerir slíkt þá er hún að vinna gegn vilja allra kjósenda flokksins.

Margir kusu Framsókn síðast því þeir treystu ekki Sjálfstæðisflokknum að fullu í að standa sig gegn aðild og afturkalla umsóknina. En ef flokkurinn stendur í lappirnar með að afturkalla umsóknina og ítreka að ekki verði sótt um aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þá er víst að fylgið mun fara að nálgast 40% - eins og áður var.

Sólbjörg, 29.4.2014 kl. 05:50

11 Smámynd: Elle_

Halldór, 70% þjóðarinnar vill ekki þangað inn.  Okkur var neitað um þjóðaratkvæði í júlí 09.  Það skiptir meginmáli og á að stoppa þetta óleyfisverk nákvæmlega eins og það hófst.  Það á ekki að kjósa um hvort halda eigi óleyfisverkum gangandi.

Elle_, 29.4.2014 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband