Gjaldmiðlastríð - Evrópa tapar stórt

Hagnaður Japanskra fyrirtækja stóreyst vegna þess að japanska jenið er stórum ódýrara en fyrir nokkrum árum. Kínverjar misstu markaðshlutdeild til japanskra fyrirtækja og eru núna að bæta sér það upp með gengisfellingu juansins.

Bandaríkin eru um það bil komin úr skuldakreppunni með dollaraprentun og ódýrari orku. Bandaríkin búa við hagvöxt og lágt atvinnuleysi. 

Evrópa mun tapa á gjaldmiðlastríðinu sem stendur yfir. Ástæðan er að Evrópa er þegar komin inn í verðhjöðnun, á meðan t.d. Japan býr við heilbrigða verðbólgu upp á 2,7%, og þverskallast við að grípa í taumana með því að auka framboð evra - þ.e. nota sömu aðferðir og önnur stórveldi til að aðlaga efnahagskerfi sín.

Þau 18 ríki sem nota evru verða hart út, enn á ný, þegar gengisfelling juansins koma að fullu í ljós. Verðhjöðnunin lamar eftirspurn og dregur úr vexti hagkerfisins, sem var þó lítill fyrir. Skuldirnar standa í stað og verða hlutfallslega stærri eftir því sem hagkerfið skreppur saman. Hagkerfi evru-ríkja er þegar í vandræðum með 12 prósent meðaltalsatvinnuleysi.

Sum evru-ríki, Ítalía er oft nefnd í því samhengi, græða meira en önnur á því að yfirgefa evruna. 

Á hinn bóginn: hér á Íslandi vill Samfylkingin og fáeinir ESB-sinnar í óstofnuðum hægriflokki að við köstum frá okkur krónunni og göngum í evru-björg. Huggulegt afspurnar.


mbl.is Hagnaður Honda jókst um 56%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef tæpar 18 triljónir US dollara bein skuld ríkissjóðs USA og um 100 triljónir US dollara í unfunded liabilities þýðir að USA sé komin út úr skuldakreppuni, þá er það rétt hjá þér Páll að USA sé komið út úr skuldakreppuni.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.4.2014 kl. 16:04

2 Smámynd: Elle_

Í Bandaríkjunum er 'trillion' ekki trilljón.  Þar er 'trillion' milljarður (þúsund milljónir).  Það munar gríðarlegum 9 núllum.

Elle_, 25.4.2014 kl. 20:10

3 Smámynd: Elle_

Nei, þar er 'trillion' ekki þúsund milljón, en milljón milljónir.  Munar samt milljón sinnum.

Elle_, 25.4.2014 kl. 20:13

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þegar ég tala í upphæðum á gldmiðli, þá er það upphæð gjldmiðils þess lands.

Sem sagt USA ganga upphæðir eftirfarandi; miljón, biljón og triljón og svo framvegis.

Sem sagt bein skuld ríkissjóðs USA er $18,000,000,000,000.00 og unfunded liabilities er $100,000,000,000,000.00.

Þetta er auðvitað skuldaupphæðir sem verða aldrei staðið við, svo háar eru þær.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 27.4.2014 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband