Þjóðernishyggja og skriðdrekar í Evrópu

Valdapólitík innblásin þjóðernishyggju ræður ríkjum í Rússlandi, segir Sigmar Gabriel varakanslari Þýskalands og formaður Jafnaðarmannaflokksins. Gabriel segir Pútín Rússlandsforseta tilbúinn að senda ,,skriðdreka yfir landamæri Evrópuríkja" sem er bein vísun annan þjóðarleiðtoga sem laust fyrir miðja síðustu öld hóf seinni heimsstyrjöld með innrás í Pólland.

Pútín nýtur stuðnings þjóðernishyggjuflokkka víða í Evrópu. Samúðartaugin til Pútíns er ofin úr andstyggðinni á Evrópusambandinu. Í þingkosningum til Evrópuþingsins í maí munu, ef að líkum lætur, þjóðernishyggjuflokkar verða öflugri en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Evrópusambandið ber beina ábyrgð á stórauknu fylgi við þjóðernishyggju með því að soga til sín valdheimildir sem eiga heima hjá fullvalda þjóðríkjum.


mbl.is Forsetinn hótar hernaðaraðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband