Krónan og lágt atvinnuleysi

Atvinnuleysi er lágt á Íslandi vegna þess að við búum við gjaldmiðil sem endurspeglar stöðu efnahagskerfisins. Við tókum út hrunið með gengisfellingu á meðan aðrar þjóðir, t.d. Írar, Grikkir, Portúgalir, sátu uppi með evru þegar kreppti að og urðu að aðlaga efnahagskerfið með stórfelldu atvinnuleysi, sem mælist frá 15 prósentum upp í 40 prósent.

Evran, sem sameiginlegur gjaldmiðill 18 þjóða, mun alltaf valda innbyrðis ójafnvægi. Af þessu leiðir verður að vinda ofan af evrunni og hverfa tilbaka til þjóðargjaldmiðla. Að öðrum kosti mun Evrópusambandið liðast í sundur vegna ójafnvægisins sem evran býr til. Þetta eru rök Francois Heisbourg, sérfræðings í alþjóðastjórnmálum, sem hann kynnti í fyrirlestri í Háskóla Íslands nýverið.

Heisbourg er ESB-sinni og vill að Evrópusambandið þróist í átt að sambandsríki, líkt og Bandaríkin. Í fyrirlestrinum benti hann á Bandaríkin urðu ekki sameiginlegt gjaldmiðlasvæði fyrr en eftir þrælastríðið, eða um 80 árum eftir að stofnað var til Bandaríkjanna.

Heisbourg er raunsær og telur ekki forsendur næstu áratugina fyrir sambandsríki Evrópu. Því verði að fórna evrunni til að bjarga Evrópusambandinu úr núverandi kreppu.

Íslendingar eru betur staddir með sína krónu og ættu ekki að fórna fullveldi og efnahagslegri velferð fyrir evru, sem á ekki framtíð fyrir sér.


mbl.is Atvinnuleysi óvíða minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er athygli vert að höfundur peningamálahluta ESB-skýrslunnar dregur í land, í Mogganum í dag, og segir nú að evran sé ekki "skyndilausn". Hann hefur líklega verið búinn að setja punkt á eftir efninu og skila af sér skýrslunni áður en hann hlustaði a orð Heisbourg um daginn.

Ragnhildur Kolka, 10.4.2014 kl. 13:15

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það besta sem nokkur ríkisstjórn getur gert er að viðhalda lágu atvinnuleysi og hárri atvinnuþátttöku.

Besta félagslega úrræði sem hugsast getur er að allir sem vilja hafi aðgang að atvinnu sér til framfærslu. Það á líka við um fatlaða, öryrkja og aldraða.

Það grátlega er að svokallaðir félagshyggjuflokkar predika fastgengisstefnu (evra) með uppsögnum, atvinnuleysi og skerðing samningsbundinna réttinda launamanna sem tæki til að kljást við hagsveiflur. 

Eggert Sigurbergsson, 11.4.2014 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband