Árni Páll vill fórna atvinnu fyrir evru

Formaður Samfylkingar vill fórna atvinnu þúsunda Íslendinga, bæði opinberra starfsmann og á almanna vinnumarkaðnum, til að taka upp evru. Árni Páll Árnason er talsmaður fjármagnsins gegn hagsmunum almennings.

Evran, sem vel að merkja upplýstir ESB-sinnar telja ekki eiga framtíð fyrir sér, er formanni Samfylkingar svo hugleikin að honum finnst ekkert tiltökumál þótt landlægt atvinnuleysi fylgi gjaldmiðlinum.

Árni Páll er kominn með Samfylkinguna til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Nokkurt afrek það.


mbl.is Verja réttinn til að framfleyta sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svartagalsraus er þetta, væri ekki ráð að pistlahöfundur kynnti sér málin og hætti að þvaðra tóma steypu.

 http://www.visir.is/assets/pdf/XZ152647.PDF

Jón Ingi Cæsarsson, 7.4.2014 kl. 16:47

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Menn vísa í skýrslu sem vísar stanslaust í embættismenn ESB og embættismenn aðildarríkja þess. Embættismenn ESB og meðlimaríkja teljast seint hlutlausir enda hafa þeir hagsmuna að gæta fyrir ESB í aðildarviðræðunum.

Að vísa í embættismenn ESB og meðlimaríkja á milli 40 og 50 sinnum í skýrslu sem er ræfilslegar 134 síður verður að teljast afrek út af fyrir sig og dregur verulega úr trúverðugleika hennar.

Eggert Sigurbergsson, 7.4.2014 kl. 17:02

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er nú bara fyndið! Bendi þér á kaupmáttur hrapaði hér um 20 til 30% í hruninu. Um 9% atvinnuleysi varð hér þrátt fyrir að hér varð gengishrun. Og í flestum ESB löndum er og hefur verið óbreytt atvinnustig og var fyrir hrun. En gengið hefur ekki hrunið. Og hér eru tugþúsundir útlendinga að vinna störf sem Íslendingar hafa ekki efni á að vinna og frekar en að þyggja þau þá er fólk á atvinnuleysisbótum. Eða framfæri sveitarfélaga. Sé ekki hvað við erum bættari með krónu og svo lág laun í mörgum greinum að fólk getur ekki unnið þau. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.4.2014 kl. 17:11

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sæll Páll.

Ég sé að Jón og Magnús átta sig ekki á því "case cenario" sem þú nefnir.

Raunin (fyrir þá) er að hagsveiflur eru annaðhvort teknar út í gengi eða atvinnu.

Hefði átt að skera t.d. niður í opinbera geiranum til jafns á við almenna geirann hefði þurft að segja upp 4600 opinberum starfsmönnum til viðbótar við þá rétt rúmlega þúsund sem var sagt upp.

Hefðum við s.s. verið með EURO hefði það eitt getað komið til greina

Óskar Guðmundsson, 7.4.2014 kl. 17:53

5 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Hátt atvinnustig hérna er ekkert krónunni að þakka. Hagfræðingurinn Aliber sem var einn af fáum sem varaði Íslendinga við hruninu áður en það gerðist var hér í sjónvarpinu nýlega og sagði frá því að hátt atvinnustig væri einkenni smáríkja.

Finnur Hrafn Jónsson, 7.4.2014 kl. 19:27

6 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Fyrrverandi ríkisstjórn sló skjaldborg utan um fjármálakerfið og ríkisstarfsmenn á kostnað almennings.

Það skrýtið að sjá Bjarna verja það að ríkisstarfsmenn haldi vinnunni á meðan fjöldi einstaklinga á almennum vinnumarkaði missir vinnuna og margir hrökklast úr landi. 

Finnur Hrafn Jónsson, 7.4.2014 kl. 19:33

7 Smámynd: Steinarr Kr.

Þegar menn eru tilbúnir til að fórna atvinnu fyrir eitthvað annað eins og Árni eru þeir sjaldnast fyrstir til að vera tilbúnir að vera atvinnulausir.

Steinarr Kr. , 7.4.2014 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband