Bankar eru meinsemd, lýðræðisvæðum peningakerfið

Bankar búa til peninga með útlánum án þess að eiga innistæðu á móti. Bankar og eigendur þeirra eru aðalástæða hrunsins. Bankar búa til verðbólgu með óhóflegum útlánum. Bankar valda óstöðuleika á vinnumarkaði og efnahagskerfinu með því að þeir eru leiðandi í launaskriði.

Tími er kominn til að gera róttæka uppstokkun á bankakerfinu til að koma í veg fyrir óstöðugleika. Við erum í dauðafæri að afnema rétt banka til að búa til peninga með útlánum og eigum að stíga það skref.

Frosti Sigurjónsson fer fyrir nefnd sem gerir úttekt á peningakerfinu. Lýðræðisvæðing peningakerfisins, með því að myntsláttuhagnaður verðir allur hjá almannastofnun, eins og Seðlabankanum, en ekki einkabönkum, er nauðsynleg aðgerð til að skapa stöðugleika til lengri tíma og sníða af öfgar bankastarfseminnar.


mbl.is Á móti launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

Hjartanlega sammála.

Benedikt Helgason, 27.3.2014 kl. 11:15

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sammála að bankar eru meinsemd en það snýst ekki bara að útlánum. Sjálfstakan í formi bónusa og launa sem eru langt umfram rekstrarhagnað er ólíðandi og á mikinn þátt í að skapar launaskrið sem er í engu takt við hagkerfið.

Rúnar Már Bragason, 27.3.2014 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband