Styttum kjörtímabilið í 2 ár

Þjóðaratkvæðagreiðslur sem beinast gegn þjóðarvilja, eins og hann birtist í alþingiskosningum, eru ávísun á pólitískt upplausnarástand. Þeir sem tapa í þingkosningum munu finna sér mál til að krefjast þjóðaratkvæðis og klekkja þannig ríkjandi meirihluta.

Á Austurvelli mátti um helgina sjá þingmenn Samfylkingar s.s. Árna Pál, Össur, Katrínu Júl. og fleiri krefjast þess að formaður Sjálfstæðisflokksins efndi kosningaloforð sem hann prívat og persónulega gaf um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um afturköllun ESB-umsóknar, sem ekki fór í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hún var send til Brussel. 

Þingmenn Samfylkingar, sem væntanlega eru ekki kjósendur Sjálfstæðisflokksins, rukka sem sagt Bjarna Ben. um kosningaloforð - aldeilis fráleit staða.

Þjóðaratkvæðagreiðslur geta ekki orðin viðtekin venja við núverandi fyrirkomulag stjórnskipunar. Á hinn bóginn, ef það er ríkur vilji að auka aðhald með stjórnmálamönnum, mætti stytta kjörtímabili þingmanna, t.d. niður í tvö ár.

Styttra kjörtímabil fæli í sér að þingmenn yrðu að vera næmari á vilja kjósenda og væru í raun í stöðugri kosningabaráttu. Ákveðin hætta yrði á að skammtímasjónarmið yrðu ríkjandi - en við myndum forðast þjóðaratkvæðakröfuupplausn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég legg til að þingmönnum verði fækkað niður í svona 15 þá yrði lítið svigrúm fyrir lobbyisma og það fengist mikið frekar almennilegt fólk í þetta, það hafa fáir með viti áhuga á að ganga í þetta fuglabjarg sem núverandi þing er.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 14:10

2 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Þetta er orðin súrrealísk staða.  Þeim sem ekki kusu stjórnarflokkana, koma meint kosninga"loforð" þeirra einfaldlega ekkert við.  Vonadi áttar Bjarni Ben. sig á því fljótlega

Kristján Þorgeir Magnússon, 17.3.2014 kl. 14:11

3 identicon

Ég tíndi saman nokkrar tölur, í síðustu kosningum voru 237.807 á kjörskrá skv hagstofunni. þessi 51000 eru rétt rúmlega 21% af þeim hópi,

stjórnarandstaðan fékk samanlagt 37.1% og ef Dögun sem ekki náði inn er tekin með er það 40,2% sem segir okkur að þessar undirskriftir eru um það bil 50 % af athvæðamagni stjórnarandstöðunnar

hvernig í dauðanum dettur nokkrum heilviata manni í hug að einhverjir af þessum 51000 sem hafa skrifað undir þessa anarkísku kröfu um þjóðarathvæði, séu kjósendur stjórnarflokkanna?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 14:25

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er ekki alveg eins gott að kjósa PÓLITÍSKAN forseta í 4ár?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1359897/

Jón Þórhallsson, 17.3.2014 kl. 14:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innan dögunar eru skiptar skoðanir um ESB, ég og margir þar sem ég þekki eru harðir andstæðingar. Það heyrist bara ekki vel í þeim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2014 kl. 15:42

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeim á Austurvelli hefur sem sagt bæst mikill liðsauki,raddir að handan. Ef sá kór toppar ekki það sem Kalli Th.kallar arg og æp, á Eyjunni ekki alls fyrir löngu, og átti þá við ríkisstjórn og stuðningsmenn,þá er ég illa svikin. Ég afrekaði það í fyrsta sinni,að vera þurrkuð út tvívegis af bloggi Friðriks Hansen,finnst nokkuð til þess koma satt að segja. En þótt jóðlið haldi áfram á Austurvelli,ætti ríkisstjórnin bara að styrkjast í ákvarðanatöku sinni.

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2014 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband