Samtök atvinnulífsins og ráðherra gegn kennurum

Samtök atvinnulífsins endurgjalda Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra stuðninginn við menntastefnu SA með því að útskýra með tölfræðisamanburði árabilið 1990 til 2013 að kennarar hafi það fjandi gott og ættu að sætta sig við kauphækkun upp á skít og kanil.

Tölfræðiæfingar SA  gera lítið úr samanburði sem KÍ gerði á launum kennara annars vegar og hins vegar annarra starfsmanna ríkisins. Samanburður KÍ miðast við árið 2002, 2007 og 2012. SA seilist aftur til síðustu aldar til að finna flugufót fyrir þeirri staðhæfingu að þróun launa hafi verið kennurum í hag í áratugi.

Um helgina er gerð úrslitatilraun til að ná samningum milli framhaldsskólakennara og ríkisins. Í þeim samningi er m.a. tekist á um menntastefnu Samtaka atvinnulífsins sem menntamálaráðherra tekur hrá upp, væntanlega vegna þess að Samtök atvinnulífsins búa að farsælli reynslu og þekkingu á sviði skólastarfs.

Fréttaáróður Samtaka atvinnulífsins eykur ekki líkur á samningi, heldur þvert á móti stóreykur tortryggni gagnvart SA og menntastefnu Illuga.

Það verður verulegur vandi að selja kennurum samning með fingraförum milljón króna hrunfólksins í SA. Einkum og sérílagi ef samningurinn jafnar ekki launastöðu kennara og sambærilegra stétta hjá hinum opinbera - en þar munar 17 prósent í dagvinnulaunum og tíu prósent í heildarlaunum.


mbl.is Gagnrýna kröfur framhaldsskólakennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband