Fimmtudagur, 13. mars 2014
Engin þjóðaratkvæðagreiðsla 2009 - pólitísk handjárn
Þjóðin var ekki spurð hvort hún vildi að send yrði umsókn um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009. Samfylkingin þjösnaði þeirri umsókn í gegnum alþingi og forysta VG lagði þingmenn sína í pólitísk handjárn til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er falskur tónn í kröfu Samfylkingar og VG að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um afturköllun ESB-umsóknar fimm árum eftir að hún fór umboðslaus frá alþingi.
Sérstaklega er ámælisvert að þinglið VG hafi í frammi slíka kröfu, - í ljósi þess hvernig um hnútana var búið 16. júlí 2009.
Ögmundur hótaði úrsögn 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í morgun var ég að skoða erlenda netmiðla, og rakst þá á merkilegt orðalag í yfirskrift frá 22-2-2014, á: nationen.no :
Það var semsagt látið líta þannig út í fyrirsögninni, að á Íslandi hefði farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2009, um hvort farið skyldi af stað í ESB (EU) aðlögunarviðræður!
Þegar maður sér svona sögufölsun og blekkingar á erlendum netmiðlum, þá ofbýður manni enn meir, öll frekjan og yfirgangurinn sem viðgengst í kringum allt þetta ESB-djöfladansa-seðlabankaræningjadæmi!
Það tekur á taugarnar, að halda einhverskonar siðsamlegri og réttlátri auðmýkt, þegar frekja ESB-valdanna siðlausu er svona áberandi forhert og samviskulaus!
Mér ofbýður gjörsamlega, samviskuleysið forherta, frekjan og takmarkalaus yfirgangurinn, sem viðgengst hjá elítu-heimsveldinu: ESB/USA/AGS!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2014 kl. 17:14
Þjóðaratkvæðagreiðsla þegar Aðildarsamningur að Sambandinu er kominn uppá borð. Þjóðaratkvæðagreiðslu þar um.
Málflutningur andsinna því vanræðalegri því meir sem buxurnar síga niður á hælanna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2014 kl. 17:55
Ómar. Hvað finnst þér þá um villandi orðalagið á: nationen.no ?
Þetta snýst um eitthvað annað og meira en einhverjar áróðurs-buxur svokallaðra andstæðinga.
Allir eru ábyrgir fyrir því að réttar upplýsingar ráði för. Ég, þú, og allir aðrir, eru ábyrgir!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2014 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.