RÚV auglýsir kosningasvindl - hver er svindlarinn?

Á Íslandi eins og í öðrum lýðræðisríkjum eru kosningar leynilegar. Reglan er að einstaklingur yfir 18 ára aldri skuli ráðstafa sínu atkvæði án utanaðkomandi afskipta. RÚV hefur undir höndum tölvupóst frá ónafngreindum kjósanda sem viðurkennir að hafa stundað kosningasvindl í kosningum til alþingis sl. vor.

Þessi ónafngreindi kjósandi ráðstafaði nokkrum atkvæðum, skv. frétt RÚV, en viðkomandi reyndi að selja atkvæði sem hann réð yfir til kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins. Orðrétt segir í frétt RÚV

Hann vilji skýr svör hvað þetta varðar, annars kjósi hann og fjölskylda hans annan flokk.

Hér viðurkennir einhver ónafngreindur einstaklingur að hann ráðstafi atkvæðum fjölskyldunnar og það klárt lögbrot. RÚV hlýtur að upplýsa hvaða kosningasvindlari var hér á ferðinni. Að öðrum kosti er um að ræða yfirhylmingu með lögbroti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lára Hanna mætti spyrja sig að því hvað er fréttnæmt við þennan mosskilning kjósandans, sem segir ítrekað að hann hafi ályktað og haldið hitt og þetta fyrir hönd fjölskyldunnar: Hvað gerðu kjosendur VG sem ályktuðu og héldu að þeir meintu það að gefa ekki eftir í Icesave, sækja ekki um Í ESB og hleypa AGS ekki inn í landið?

Þarna er annars verið að misnota opinberan miðil í þágu persónulegra skoðana og nýta hann í áróðursskyni á svona líka misheppnaðan hátt.

Lára Hanna hatar Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn, Ólaf Ragnar og Dorrit. Hvað er þá eftir? Hún heldur samt ítrekað á lofti hlutleysi sínu.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 16:14

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Páll, þú hefur gert þá áráttu að snúa öllum staðreyndum á hvolf, að listgrein. Fannst langsóttasta vinkil sem hægt var að finna á þetta mál og hunsar algerlega aðalatriði þess. Hvað veist þú um það hvort fjölskylda mannsins var bara ekki samþykk þessari umleitan hans?

Aðalatriðið er einfaldlega það, að nú er það orðið vísindalega sannað að báðir stjórnarflokkarnir lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðna ÁN SKILYRÐA. Bjarni viðurkenndi það í Kastljósinu með því að segjast "ekki fyllilega geta staðið við" áður lofaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðan núna skrifstofa Framsóknarflokksins, samanber tilvitnaða RÚV-frétt.

Þakka þér samt fyrir að vekja athygli á því að flokkarnir sviku sannarlega þetta loforð (eins og reyndar flest önnur) þó það hafi eflaust ekki verið ætlun þín með þessum furðulega pistli.

Theódór Norðkvist, 25.2.2014 kl. 16:50

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Öðru vísi mér áður brá Theódór,hélt þig sannarlega lausan við sleggjudóma og gætir unnað “flokkunum” sannmælis. Það er gjörsamlega óþolandi þegar menn taka hluta úr viðtölum og gera að sönnunargagni. Það er naumast að þessi aðferð Samfó ætlar að vera lífsseig þótt búið sé margoft að hrekja hana. Engu líkara en hægt sé að fá hvaða gáfumanninn sem er til að endurtaka vitleysurnar og líkast því að hulin hönd bíði útrétt með Bitcoin,,,ef þú fellur fram og tilbiður mig.,,

Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2014 kl. 17:46

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þessi umræddi maður er greinilega lögbrjótur ásamt því að RUV virðist ætla að hylma yfir með lögbrjótum ! Tvöfalt lögbrot !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 18:12

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst hinsvega ansi fyndið að sjá Katrinu Júl og Árna stíga í pontu og keppa um Að hver er mesta dramadrottningin í þingsal.

Þau vilja meina að þeim sé brígslað um stjórnarskrárbrot í frumvarpinu, þar sem efasemdir eru settar fram um það að einhverjir stjórnarliðar hafi kosið gegn sannfæringu sinni þegar ákveðið var að sækja um.

Þau vita bæði að allir aðrir vita að þessum spjótum er ekki beint að þeim, enda er öllum ljós sannfæring þeirra og stefna í málinu.

Þau skauta framhjá þeirri staðreynd, eða hafa gleymt því að þau voru ekki ein í ríkisstjórn á þessum tíma og Það þarf akkúrat ekkert hugmyndaflug til að sjá að VG kaus gegn sannfæringu og yfirlýstri stefnuskrá sinní.

Það má auk sjá og heyra á því að þeir eru heldur fámálir um þennan heimatilbúna skandala og krossa vafalaust fingur í hljóðri bæn um að Katrínu og Árna verði ekki að ósk sinni um útekt á. Málinu. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband