Nasistatúrismi og íslenska framlagið

Stórt svæði í hjarta Berlínar er tileinkað nasistatúrisma sem sýnir helförina abstrakt með svörtum marmarakubbum. Ljósmyndir, leifar og texti eru takmarkandi framsetning á nasisma sem var bæði óhugnalegri en nokkur ljósmynd afhjúpar og órökvísari en nokkur texti greinir.

Nasisminn var meira en stjórnmálastefna. Nasistar þróuðu sérstakt tungutak, sem Victor Klemperer skráði, og með því nasískt fegurðarskyn sem er tabú vegna smitsins sem hætt er við að fylgi nasísku orðræðunni. Aftur eru íslenskir listamenn i annarri stöðu en flestir á Vesturlöndum að kroppa í sögulegu nasistabóluna.

Íslendingar standa nógu nærri evrópskri menningu til að eiga þar umgengnisrétt en samtímis nógu fjarlægir til að bera ekki ábyrgð. Strax á miðöldum tileinkuðu Íslendingar sér þetta hlutverk; þeir skrifuðu konungasögur en áttu sjálfir engan kóng.


mbl.is Voðaverk framin í nafni fegurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Lítið innlegg í umræðuna: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=653

Wilhelm Emilsson, 20.2.2014 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband