Þriðjudagur, 18. febrúar 2014
Brynjar Níelsson: stjórnmálamenn hætti að blekkja almenning
Stjórnmálamenn sem halda því fram að hægt sé að ,,kíkja í pakkann" blekkja almenning, segir Brynjar Níelsson lögmaður og þingmaður. Gefum Brynjari orðið
Það virðast margir trúa því enn að aðildarviðræður snúist um að kíkja í pakkann. Þessi pakki er regluverk ESB. Hann er þekktur og undan honum semur sig enginn. Aðildarviðræður, sem sumir kalla samningaviðræður, snúast í öllum meginatriðum um það hvernig regluverk ESB kemur til framkvæmda og á hvað löngum tíma. Stjórnmálamenn eiga því að hætta að blekkja almenning í þessu efni. Það eru engar vöruhillur í stórmarkaði ESB, sem Íslendingar velja úr af handahófi, eftir smekk og þörf. Við vitum hverjir eru kostir og gallar við aðild að ESB. Umræðan á að vera um hvort vegur þyngra, kostirnir eða gallarnir. Og hvort það prinsipp um að vera fullvalda þjóð í eigin landi skipti einhverju máli í því hagsmunamati.
Brynjar tekur af öll tvímæli um eigin afstöðu:
Sjálfum hugnast mér ekki aðild að ESB, enda tel ég hagsmunum okkar best borgið utan þess til lengri tíma litið. Það er í samræmi við landsfundarsamþykktir Sjálfstæðisflokksins. Fyrir þessu sjónarmiði eru ýmsar ástæður og skynsamleg rök. Mér þykir mikilvægt að tilheyra frjálsri þjóð í eigin landi og geri ráð fyrir því að flestir Íslendingar deili þeirri skoðun með mér. Menn mega kalla það þjóðrembu mín vegna.
Engar varanlegar undanþágur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afskaplega er þetta vel orðað hjá Brynjari, enda hljóta allir þjóhollir Íslendingar að vera honum sammála. Ég er það alla vega.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.2.2014 kl. 13:14
Þetta er allt gott og blessað - nema að því leiti að það er ekki í tengslum við neinn raunveruleika.
Einhverjar fabúleringar andsinna uppúr öðrum fabúleringum andsinna - og svo koll af kolli.
Að öðru leiti er hneykslanlegt að sjá framferði hægr-aflanna og andsinna núna gagnvart sinni eigin þjóð. Hneykslanlegt.
Ofbeldis-própaganda og svo barið á aumingjans innbyggjum hérna með hálfvitabulli úr ranni andsinna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.2.2014 kl. 13:25
Erum við nú ekki þegar búin að afsala okkur frelsi að einhverju leyti með EES?
Þannig að spurningin ætti að vera hvort við ættum ekki að halda áfram inn í ESB og tengjast stærri hagkerfi með þeim kostum sem því gæti fylgt
(lægri verðbólga).
EÐA
Að bakka að öllu út úr EES og slíta öllu viðskiptasamstarfi á þessum vettvangi?
Væri ekki best að halda einhverskonar þjóðaratkvæðagreiðslu þessu tengdu?
Jón Þórhallsson, 18.2.2014 kl. 13:47
Einu sinni enn þessi mýta með skert frelsi við EES-samninga. Þegar þingmenn taka við sér og skrifa um það sem er margbúið að skrifa á hinum ýmsu bloggum,fer þetta að vera léttara. Almenningur á það inni að fara nú að losna við þessa fj.umsókn,hangandi yfir sér.!
Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2014 kl. 16:29
Heyr heyr !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.2.2014 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.