Gísli Marteinn er 101-spyrill

Gísli Marteinn Baldursson er talsmaður pólitískra lífsgilda sem kenna má við 101 Reykjavík. Hann er andstæðingur landsbyggðar, tekur hagsmuni verslunarinnar fram yfir hag framleiðenda. Pólitík Gísla Marteins litaði spurningar hans til forsætisráðherra.

Að öðru leyti gekk Gísli Marteinn erinda þeirra sem reyna að draga upp þá mynd af forsætisráðherra að hann biðjist undan gagnrýni. Sigmundur Davíð svarar því sem að honum er beint og þeir sem gagnrýna forsætisráherra, háskólaprófessorar, talsmenn Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs verða að þola andsvör.

Forsætisráðherra er með fínan húmor eins og kom fram í síðustu setningu hans í þættinum. Það er stórkostleg framför frá síðasta forsætisráðherra Framsóknarflokksins. 


mbl.is Ekki nýr ráðherra á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Hvað hefur þú fyrir þér í því að Gísli Marteinn sé andstæðingur landsbyggðarinnar? Eru þeir sem vilja flugvöllin burtu úr miðborginni sérlegir andstæðingar landsbyggðarinnar? Er það skilgreiningin á óvinum landsbyggðarinnar?

Jón Kristján Þorvarðarson, 16.2.2014 kl. 19:00

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Gísli Marteinn talaði eins og hann væri almannatengill á launum hjá Högum. Og Hagar eru í herferð gegn landbúnaði.

Páll Vilhjálmsson, 16.2.2014 kl. 19:38

3 Smámynd: rhansen

Gisli Marteinn er bara malbiksdrengur og aktar samkvæmt þvi  ..og hefur engann veginn þekkingu eða getu til að stjórna umræðu þætti sem slikum ( þarf ekki þennann siðasta til )...og ef hann hugsaði málið gaumgæfilega myndi hann hætta og viðurkenna vanmátt sinn ...enda  mjög undarlegt  þegar hann kom aftur til starfa hja Rúv !

rhansen, 16.2.2014 kl. 19:44

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Páll, voðalega paranoja er þetta gagnvart 101 Reykjavík. Svo ég vitni í forsætisráðherran okkar: „Róaðu þig nú aðeins niður". En þér finnst það kannski ekki dæmi um „fínan húmor" þegar það er sagt við þig?

Wilhelm Emilsson, 17.2.2014 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband