Vextir eiga hækka, Seðlabanki á réttum kúrs

Lágt atvinnuleysi og fyrirsjáanleg aukning einkaneyslu í kjölfar ríkismeðgjafar til skuldara kallar á hærri vexti til að kæla hagvélina. Seðlabanki Íslands undir forystu Más Guðmundssonar er á réttum kúrs að vekja athygli á væntanlegri vaxtahækkun.

Eyðsluspaðar eins og Stefán Ólafsson, sem ímynda sér að hægt sé að hækka kaup án hærri verðbólgu, og rugludallar eins og Vilhjálmur Birgisson sem vilja moka milljörðum til óráðssíufólks eru á villigötum.

Eina leið Íslands til endurreisnar er grimmt aðhald í ríkisfjármálum og kröftug kæling á þenslueinkennum atvinnulífsins - og sú kæling heitir vaxtahækkun.
mbl.is Er allt á uppleið á Fróni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Palli minn!

Þarf ekki að kæla þig aðeins :)

Langar þig svona rosalega að borga hærri vexti?

Og hvað á þetta grimma aðhald í ríkisfjármálum að þýða? Meiri niðurskurð??

Það sem við þurfum að hagkerfi sem getur þrifist með lágu vaxtarstigi, án þess að allt fari í hund og kött.

Og hvaða fólk er þetta óráðssíufólk? Svona eins og ég með "venjulegt" verðtryggt lán?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 13.2.2014 kl. 21:08

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Gunnar Hólmsteinn, gott að kæla sig.

En mig langar ekki í verðbólgu, sem mun vaxa með aukinni þenslu á atvinnumarkaði og enn frekar með launahækkunum sem ekki er innistæða fyrir. 

Við þurfum hagkerfi sem veitir öllum vinnu, Gunnar, það er meginmálið. Og svo eigum við að sameinast um það að skipta þjóðarkökunni á sanngjarnan hátt.

En, for the record, þá held ég þig ekki óráðssíufólk og myndi aldrei detta í hug að segja það um þig.

Páll Vilhjálmsson, 13.2.2014 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband