Fasteignabóla - vextir verða að hækka

Á fasteignamarkaði ríkir gullgrafarastemning sem ekki á sér aðrar forsendur en offramboð af fjármagni á of lágum vöxtum. Fasteignamarkaðurinn er búinn að reikna inn stóraukið framboð af fjármagni sem fellur til þegar skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar kemst til framkvæmda seinna á árinu.

Það stefnir í skort á iðnaðarmönnum og þar með fer af stað launaskrið í þeim geira vinnumarkaðarins, sem aftur ýtir undir kauphækkanir í öðrum geirum.

Eina svarið við þessari þróun er að hækka stýrivexti Seðlabanka Íslands.


mbl.is Húsnæðismarkaðurinn helsta ógnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég hélt satt að segja að flestum væri orðið það ljóst eftir bitra reynslu undanfarinna ára, að hækkun á stýrivöxtum Seðlabankans virka ekki og gera jafnvel bara illt verra í okkar vísitölutengda þjóðfélagi

Þórir Kjartansson, 3.2.2014 kl. 09:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alveg sammála Þóri þarna, það er ekki vegna þess að stýrivextir séu of lágir sem verð á fasteignum hækkar heldur er það vegna gjaldeyrishaftanna.  Fjármagn hreyfist ekki með eðlilegum hætti og getur ekki farið eftir "löglegum leiðum" annað en í fasteignir og því hækka þeir.  Við vitum alveg að þetta hringl með stýrivextina virkar ekki í svona litlu hagkerfi (Seðlabankinn verður að hætta að láta eins og hagkerfið hér sé jafnmikilvægt fyrir heimsbyggðina og hagkerfi Bandaríkjanna)..............

Jóhann Elíasson, 3.2.2014 kl. 09:44

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þórir og Jóhann, ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt í einni svipan myndi gengið líklega falla um 15 til 25 prósent og þá væri ekki ástæða til að hækka stýrivexti.

Páll Vilhjálmsson, 3.2.2014 kl. 13:03

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þá sérðu hvort það eru stýrivextirnir sem hafa einhver áhrif.   Svo væri kannski full ástæða fyrir þig og aðra sem haldið að stýrivextirnir séu eitthvað afl sem skiptir máli en það er að í þjóðfélagi sem hefur virka verðtryggingu HVER ER ÁSTÆÐAN FYRIR HÁUM VÖXTUM OFAN Á VERÐTRYGGINGUNA????  Og svo var enginn að tala um að aflétta gjaldeyrishöftunum einn tveir og þrír heldur var verið að segja þér að stýrivextir gera ekki það sem Seðlabankamenn halda fram..............

Jóhann Elíasson, 3.2.2014 kl. 13:24

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er rétt. Það verður að hækka stýrivexti til að slá á fyrirsjánlega þennslu í nefndu atriði. Trikkið varðandi stýrivexti er ekki síst að vera á undan þróuninni. En eg efast um að þeir sem stjórna stýrivöxtum þori að hækka. Efast um það. Allar meginstofnanir eru í pólitískri gíslingu stjórnarflokkanna og þar tipla menn um á tánum - annars reknir og stofnanir stórskaðaðar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.2.2014 kl. 13:56

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Flestir sem ég þekki og starfa sumir þeirra í fasteignabransanum, eru á einu máli um að bankar og sjóðir eru mjög aðhaldssamir og lána lítið og ekkert til byggingaframkvæmda og fasteignakaupa og eru með stífar og þröngar reglur í greiðslumati. Þeir liggja á aurunum sem ormur á gulli, en leggja þá inn á reikninga sína hjá Seðlabanka og fá hæri vexti á þá þar en þeir greiða sarifjáreigendum.

Þá sjaldan sem þeir lána aura í fasteignir kvarta menn undan ofurvöxtum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.2.2014 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband