Hver beitti Jón Gnarr ofbeldi?

Jón Gnarr segist hafa verið beittur ofbeldi í viðtali við þýska tímaritið Spiegel. Borgarstjóri kvartar undan því að orð hans séu rifin úr samhengi og afflutt. Þá segir hann að þeir sem reyni fyrir sér í pólitík með góðum ásetningi geti átt von á mótbyr.

Fólk sniðgengur mann, virðir mann ekki og gengur fram af hörku gagnvart manni og jafnvel með ofbeldi.

Íslenskir lesendur borgarstjóra eiga kröfu á að vita hver beitt hann ofbeldi. Yfir til þín, Jón Gnarr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

  Ekki verður annað séð en að Jón Gnarr hafi beitt borgarbúa ofbeldi þar sem hann setti fyrir sig sem verkstjóra í borgarstjórninni formann flokks sem borgarbúar höfðu hafnað í kosningunum og hefur síðan sjálfur séð um allan meiriháttar fíflagang.  En auðvita er það eins hjá Degi og hjá fornum kóngum að þeir þurftu að hafa hirðfífl sér til sáluhjálpar.       

Hrólfur Þ Hraundal, 28.12.2013 kl. 16:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Gnarr hefur litið á gagnrýni á sig sem ofbeldi og vorkennir sjálfum sér ógurlega, ef andað hefur verið á hann.

Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2013 kl. 20:16

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég myndi einnig gjarnan vilja vita hvort Gnarr telur að flestir þeir sem velja að taka þátt í pólitík geri það af illum ásetning.

Allir sem kjósa að taka þátt í pólitík ættu að vita að þeir eru þar með að gefa höggstað á sér. Það á jafnt við um þá sem ákveða að fara þá leið af góðmennsku eða öðrum hvötum. Þáttaka í pólitík er opinberun á viðkomandi persónu. Þeir sem ekki eru tilbúnir að opinbera sig með slíkum hætti sleppa einfaldlega öllum afskiptum af pólitík.

Það er ekki bæði sleppt og haldið. 

Gunnar Heiðarsson, 28.12.2013 kl. 20:29

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gaman að sjá fjóra af ofbeldismönnunum saman komna á þessari síðu. Stórmannlegt af þeim að taka það til sín sem þeir eiga.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2013 kl. 02:15

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég vorkenni Jóni að hafa tekið að sér starf sem hann veldur ekki.

Það er ekki stórmannlegt að skjóta út í loftið á fólk og gera ekki frekar grein fyrir meintum ofbeldismönnum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.12.2013 kl. 05:27

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Steinar Ragnarsson, nú þarftu að finna orðum þínum stað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.12.2013 kl. 05:30

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka hólið Jón Steinar. Átta mig þó ekki alveg á hvað þú meinar!

Gunnar Heiðarsson, 29.12.2013 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband