Glæpir sameina Ísraela og Araba

Ísraelar og Arabar berast á banaspjótum og þrátta um tilverurétt gyðingaríkisins annars vegar og hins vegar ríkis Palestínuaraba. Á einu sviði vinna ósáttu börn Abrahams vel saman og það er á vettvangi skipulagðra glæpa.

Um fimmtungur af íbúum Ísraels eru Arabar. Í sumum borgum er blönduð byggð Gyðinga og Araba og þar eru samskipti glæpahópa ólíkra þjóða algengust. Með blandaðri byggð er ekki ekki við að þjóðirnar búi innan um hvor aðra, nei, það væri til of mikils mælst. Gyðingar og Arabar búa í aðskildum hverfum innan sömu borgarmarka og það heitir blönduð byggð.

Samkvæmt umfjöllun Spiegel er samstarf glæpahópa einkum fólgið í smygli á fíkniefnum. Arabísk glæpagengi flytja kannabisefni frá Jórdaníu og Egyptalandi til Ísrael þar sem Gyðingar taka við efnunum og selja sínu fólki. Af glæpasamtökum Gyðinga kaupa arabískir glæpabræður kókaín.

Í baráttunni um yfirráðasvæði verða einatt átök á milli glæpagengja. Það þekkist að víglínur skerist á milli blandaðra bandalaga þar sem gyðingar og arabar vinna saman gegn sambærilegri þjóðarblöndu í stríði um viðskiptasvæði.

Það segir nokkra sögu um ástand mála í Landinu helga að lögregluyfirvöld eru ekki viss hvort samstarf Gyðinga og Araba í skipulagðri glæpastarfsemi sé til góðs fyrir almenning eður ei.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband