1913, 2013 og uppstokkun Evrópu

1913 var síðasta friðarár Evrópu áður en tvær heimsstyrjaldir skullu á með krepputímabili á milli þar sem fasismi og kommúnisti réðu ferðinni á kostnað lýðræðis. Jean-Claude Juncker fyrrum formaður evru-landanna í Evrópusambandinu sagði að 2013 gæti orðið síðasta friðarár álfunnar um langa framíð ef ekki tekst að hemja evru-kreppuna.

Hans Werner Sinn forseti Ifo stofnunarinnar í Þýskalandi bregst við orðum Juncker með tillögum um að ríkjum Suður-Evrópu verði gert að víkja úr evru-samstarfinu tímabundið. Aðeins með róttækum aðgerðum, segir Sinn, er hægt að forða evru-svæðinu, og þar með Evrópusambandinu, frá sjálfstortímingu.

Handan við Ermasund er Bretland og þar eru aðrar pælingar um framtíð Evrópu. Ein þeirra er að endurvekja Hansabandalagið frá lokum miðalda. Norður-Þýskaland, Holland, Pólland og Eystrasaltsríkin áttu þá í farsælu viðskiptasambandi við England. Úr Íslandssögu vitum við að þetta viðskiptasamband var ekki ýkja friðsamt enda drápu þeir hverjir aðra, Þjóðverjar og Englendingar, í samkeppni um íslenska skreið.

Bretar sjá fyrir sér laustengdari Evrópu þjóðríkja fremur en samrunaferli undir stjórn Brussel. Fái Bretar því ekki framgengt að valdheimildir flytjist frá Brussel til aðildarríkja þá munu Bretar yfirgefa Evrópusambandið á næstu fimm árum.

Æ betur kemur á daginn að evru-kreppan mun breyta Evrópusambandinu varanlega. Enginn veit hvernig ný útgáfa af sambandinu mun líta út. Margar mótsagnakenndar hugmyndir eru á lofti. Eins og oft áður í sögu Evrópu verða Þjóðverjar í lykilhlutverki um framtíð álfunnar. 

Á meðan Evrópusambandi gengur i gegnum sársaukafull hamskipti er skynsamlegt fyrir Ísland að standa álengdar og fylgjast með framvindunni úr öruggri fjarlægð. Jólin 1913 vissi enginn í Evrópu að átta mánuðum síðar hæfist hildarleikur er myndi kosta ótaldar milljónir lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

“Ekkert er nýtt undir sólinni” var viðkvæði eldri vinkonu minnar í árdaga,er við ræddum heimsmálin. Þess vegna lístur mann “Deijavú” óforvarendis.

Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2013 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband