List, tjáning og meiðyrði

Dómara máls þeirra Ásmundar (stefnandi) og Kristins (stefndi) hlýtur að hafa stokkið bros þegar hann skrifaði þessa setningu

Hann segir gamaldags módernískar hugmyndir stefnda hafi lítið vægi nú á tímum þverfaglegrar nálgunar.

Í framhaldi gælir dómarinn við orð úr ritdeilunni, ,,þverfræðingur" og ,,þverfræði". Varðandi stefnd ummæli, ,,Ofan á þetta er hann kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk annarra listamanna" segir í dómnum að 

Þá er það óumdeild meginregla að sönn ummæli séu að jafnaði refsilaus jafnvel þótt þótt þau meiði æru þess sem um er fjallað.

Ásmundur hafði sem sagt sýnt á Koddu verkið ,,Fallegasta bók í heimi" og verið gagnrýndur fyrir meðferð á höfundarverki annarra.

Ekki var undir nokkrum kringumstæðum hægt annað en að sýkna í þessu máli. Ef hömlur eru lagðar á tjáningu um list er næsta skref að banna tiltekna list.

Allt með talið eiga þremenningarnir í aðalhlutverkum málsins hrós skilið fyrir frammistöðuna; stefnandi, stefndi og dómari.

 


mbl.is „Dómurinn er fáránlegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tjáningarfrelsið er list, sem fáir kunna að verðmæta-meta. Því miður!

Takk fyrir tjáningarfrelsið, þótt mig og aðra skorti alltaf endanlegu réttu niðurstöðuna.

Það er engin skömm að viðurkenna sína raunverulegu stöðu í lífinu á hverjum tíma, og viðurkenna að hafa lært eitthvað, sem breytir lífsviðhorfum og skoðunum.

Tjáningarfrelsið er eilífðar-þróunar-lífsskóla-þroskaferli.

Þeir sem vilja þagga niður skoðana og tjáningarfrelsi, hafa ekki raunverulegan vilja, kærleika og þroska, til að þróa siðmenntað samfélag.

Góði Guð! Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Ég og aðrir höfum ekki vit á að gera rétt, án hjálpar almættisins ósýnilega, og réttláts aðhalds samfélagsins.

Ég geri mér loksins grein fyrir vanmætti okkar allra mannlegra og breyskra.

Sanna listafólkið mun leiða okkur á rétta braut.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.12.2013 kl. 22:05

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég vil bæta því við, að ég þekki einungis einn einstakling frá grunni, sem er í Framsóknarflokknum.

Og ég veit betur en nokkur annar, að enginn einstaklingur er fjær því að vera kynþáttahatari og rasisti, heldur en sá einstaklingur.

Ef einhverjum tekst að ljúga því að heimssamfélaginu, að þessi einstaklingur sé kynþáttahatari og rasisti, þá hefur heimsmafíunni tekist enn einu sinni, að koma sínum skítverka-ábyrgðum á saklausan mann. Og þá til þess eins að greiða fyrir heimsveldis-svikamyllu-framförum á Íslandi.

Verði þeim að góða sem reyna það!

Guðs-aflið sér allt, en birtir okkur sannleikan þegar það afl veit að sannleikurinn á sér réttan stað á réttum tíma í tilverunni, sem það alvaldsafl hefur visku til að skilja.

Falskristni-flokkar kauphallar-gervikristni hafa ekki einræðis-alvald í alheiminum almáttugs-stýrða. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.12.2013 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband