Evru-blokkin og QE-hagkerfin

Á Vesturlöndum eru ráðandi tvenn ólík sjónarmið í hagstjórn á tímum kreppu. Í fyrsta lagi evru-hagkerfið sem krefst niðurskurðar ofan á niðurskurð til að lækka ósjálfbæran opinberan rekstur. Í öðru lagi hagkerfi Bandaríkjanna og Bretlands sem, ásamt Japan, vinna sig úr kreppunni með blöndu af aðhaldsaðgerðum í rekstri og stórauknu peningaframboði.

Stefna engilsaxa og Japana er skammstöfuð QE eftir quantative easing (magnframboð af peningum, eða peningaprentun í þágu hagkerfisins.) Ambrose Evans-Pritchard á Telegraph er ekki í vafa hvor leiðin sé betri. Núna þegar bandaríski seðlabankinn ætlar að draga úr framboði af lausafé er það vegna þess að bandaríska hagkerfið er um það bil að kveðja kreppuna. Bretland og Japan eru einnig í þokkalegum málum.

Staðan í evru-blokkinni er enn grafalvarleg þar sem himinháar skuldir, atvinnuleysi yfir 12 prósent og lítill sem enginn hagvöxtur leggur lamandi hönd á atvinnulífið.

Bandaríkjadollar er heimsmynt. Minna framboð mun leiða til þess að eignabólur springa hér og hvar um heimsbyggðina. Næsta skref á eftir minna peningaframboði er að hækka vexti og þá verður stórflótti fjármagns frá ótryggum hávaxtasvæðum í öruggari fjárfestingar.

Heimshagkerfið verður áfram kvikt.


mbl.is Hætta að örva efnahagslífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband