Fær húsníðingurinn á Álftanesi skuldaleiðréttingu?

Maður sem réðst með skurðgröfu á heimili sitt og einkabíl á Álftanesi þjóðhátíðardaginn 2009 var auglýstur sem dæmigerður húseigandi sem lenti í kröggum vegna forsendubrests. Þegar betur var að gáð reyndist maðurinn ekki allur þar sem hann var séður.

Viðskiptablaðið færir okkur þær fréttir að húseigandinn á Álftanesi hafi verið úrskurðaður gjaldþrota og hafi jafnframt fengið á sig dóma fyrir að vera röngu megin við lögin.

Spurning vikunnar er þessi: fær húsníðingurinn á Álftanesi skuldaleiðréttingu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Já að sjálfsögðu, og allir aðrir sem hafa misst fótana í þessari "KREPPUFLÉTTU"

Ekki síst þeir, sem hafa misst heilsuna í þessu fárviðri.

Að sjálfsögðu á að skila öllu til fólksins, sem frá því var tekið.

Ég er fjármálakerfið

Egilsstaðir, 24.11.2013  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 24.11.2013 kl. 17:47

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Já ég myndi ætla það. Sú aðgerð verður samkvæmt lögum frá Alþingi óháð svona atburðum. Meginregla er að að þó hans tiltæki hafi verið ólöglegt, má ekki mæta ávinning hans af lögunum með ólöglegri aðgerð vegna þessa máls.

Þetta eru svona fyrstu viðbrögð mín. Hvort þetta sé rétt hjá mér verða lögfræðingar að skera úr um.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.11.2013 kl. 23:24

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú meinar að það sé hugsanlegt að misjafnir karakterar og fólk, sem á ekki óflekkaða sögu geti hugsanlega fengið bót mála sinna þar sem brotið hefur verið á því?

Innræti þitt er rannsóknarefni þykir mér.

Held þú hugsir stundum ekki áður en þu stingur niður penna. En fyrirlitning þín á fólki svona almennt slín í gegn allavega.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2013 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband