Verðbólgan - hver ber ábyrgðina?

Auglýsing Samtaka atvinnulífsins kallar á umræðu um hverjir það eru sem bera ábyrgð á verðbólgunni. Ekki við, segir forseti Alþýðusambandsins.

Hverjir þá?

Ekki dettur verðbólga af himnum ofan. Verðbólga er mannanna verk.

Þótt margvíslegar ástæður spili saman til að auka verðbólgu eru óraunhæfir kjarasamningar veigamikill þáttur.

Yfir til ykkar, ASÍ.


mbl.is Undrast hörð viðbrögð ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Geir Briem

hvr er stæðsta uppspretta fjármagns á íslandi nú um stundir það eru lífeyrissjóðirnr hverjir ráða þeim það eru verkalíðshreifíngin og atvinurekendur þeit ráða því vaxtastíginu á íslandi er ekki slæmt að skjóta sjálvan sig í fótinn

Kristinn Geir Briem, 21.11.2013 kl. 17:49

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Ég myndi miklu frekar vilja 10 þúsund króna hækkun á persónuafslætti, heldur en 10 þús króna kauphækkun.

Þeir sem sjá ekki muninn eiga ekki að semja um kaup annara.

Birgir Örn Guðjónsson, 21.11.2013 kl. 18:00

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hugsum nú aðeins.

Tökum fyrst gengismun Sep 2012 til Sept 2013 svo og launahækkanir á sama tíma sem og hækkanir vöruverðs og síðan (það sem mestu skiptir) hlutfallslegan kostnað launa.

Gengismunur EUR Sept Sept er +2,2%

Gengismunur USD Sept Sept er -1,5%

Launahækkanir Sept Sept 5,9%

Hlutfallslegur kostnaður launa í T.d. stórverslun (Hagar, Bónus, Hagkaup, Nóatún) liggur í kringum 10-15%.

Það þýðir að ef að laun hækka um 6% og hlutfallslegur kostnaður launa af rekstri (án húsnæðis) er 15% að þá er þörf á hækkun vöruverðs til að EBITA haldist óbreytt 15% af 6%...0,9%

Það þarf ekki að hækka vöruverð nema um 1% til að halda status quo.

Af hverju er þá verið að hækka vöruverð um 3,4,7, jafnvel 15%?????

Verslunin sjálf (SA) er að valda verðbólgunni.

Reyndar er það rétt að til eru fyrirtæki með hærra hlutfall í hlutfallslegum kostnaði launa en það hækkar ALLT í takt við þau fyrirtæki en ekki m.v. reiknað hlutfall.

Óskar Guðmundsson, 21.11.2013 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband