Stjórnmál eru tvennt: stefna og framtíðarsýn

Stjórnmál samtímans snúast í meginatriðum um tvennt. Í fyrsta lagi stefnu, sem er samheiti yfir allt það sem stjórnmálaflokkur eða ríkisstjórn ætla sér að framkvæma. Í öðru lagi framtíðarsýn, en það er langtímamarkmið - og er ávallt einhvers konar útgáfa af fyrirmyndarlandi.

Samhengi stefnu og framtíðarsýnar er að hvert og eitt atriði í stefnunni þarf að vísa í framtíðarsýnina. Vinna við stefnu og framtíðarsýn verður að haldast í hendur því að eitt nýtur stuðnings af hinu. Stefnuatriði, sem ekki vísar í framtíðarsýn, fær ekki nægan stuðning og eftirfylgni til að vera hrint í framkvæmd. Framtíðarsýn, sem ekki byggir á stefnuatriðum, er í lausu lofti og eftir því ósannfærandi.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs er komin með stefnu í tillögum hagræðingarhópsins. Enn vantar að klæða stefnuna í búning framtíðarsýnar. Drögin að framtíðarsýninni er m.a. að finna í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband