Foringjaræði, þingræði og forsetalýðveldi

Steingrímur J. Sigfússon fyrrum formaður VG ákvað ásamt meðforingja sínum í flokknum, Ögmundi Jónassyni, að svíkja margyfirlýsta stefnu VG um að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Þetta heitir foringjaræði.

Vorið 2009 gekk VG til kosninga undir formerkjum andstöðu við ESB og fékk rúmlega 20 prósent fylgi. Samfylking bauð í sömu kosningum fram ESB-aðild og fékk tæp 30 prósent fylgi. Með svikum Steingríms J. og Ögmundar við kjósendur varð sértrúarstefna Samfylkingar að opinberri utanríkisstefnu lýðveldisins.

Þingræði er að framkvæmdavaldið styðjist við meirihluta alþingis. Þingræði hvergi skráð formlega í stjórnarskrá en hefur verið stundað á Íslandi frá dögum heimastjórnar í byrjun síðustu aldar. Þingræði byggir á þeirri hugsun að alþingi endurspegli þjóðarvilja.

Þjóðarvilji náði ekki fram í ESB-málinu vorið 2009 heldur var það foringjaræði sem réð stefnunni.

Þegar meirihluti alþingis fer langt út fyrir umboð sitt er eðlilegt að forseti lýðveldisins grípi í taumana og haldi aftur af verstu öfgum foringjaræðis. Ólafur Ragnar stóð þjóðarvaktina í Icesave-málinu og í stjórnarskrármálinu. Hann hefði staðið vörð um þjóðarhagsmuni í ESB-málinu, ef það hefði komið til hans kasta. 

Forsetinn er öryggisventill þjóðarinnar þegar umboðslausir foringjar á alþingi tefla almannahagsmunum í tvísýnu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, forsetinn stóð vaktina meðan alltof fáir alþingismenn og stjórnmálamenn gerðu það, hlutfallslega, og börðust eins og villtir væru (Jóhanna, Steingrímur, Össur, verst) gegn honum og gegn landi og þjóð.  Það er ekki hægt fyrir venjulega manneskju að skilja þennan foringjaræðis- og valds- hugsanagang. 

Elle_, 6.11.2013 kl. 23:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt og nú sendir þessi svikari sandinum í allar áttir til að reyna að fá vorkunn við eigin skít, svei því bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2013 kl. 00:31

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ó Google! hver á landi mestur er,?? “Mikill ertu Steingrímur,en forseti Íslands hann Ólafur R.Grímsson er miklu fremri."

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2013 kl. 01:33

4 Smámynd: Elle_

Helga sniðug.  Ó god.

Elle_, 9.11.2013 kl. 21:17

5 Smámynd: Elle_

Já, Ásthildur, merkilegt með þennan sand og skít hans.

Elle_, 9.11.2013 kl. 21:19

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Elle, fyrir mér setti þessi maður svo mikið niður við öll sín sviknu loforð, ásamt Jóhönnu að ég fæ óbragð í munninn í hvert skipti sem ég les eitthvað eftir þau, heyri eitthvað frá þeim, eða hugsa til þess tíma sem þau ríktu hér.  Mér þykir það leitt, en svona er þetta bara, ég þoli ekki þessar manneskjur eftir þeirra setu á valdastóli í fjögur ár. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2013 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband