List og ólyst hörpufólksins

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Elliði Vignsson, skaut fast á hörpufólkið sem finnst allt í fína að skattleggja almenning til að halda gangandi Hörpu Björgólfs eldri, sem er nýjasta viðbót við menningarflóruna.

Elliði spurði hvort við hefðum efni á útgjaldaliðum eins og Þjóðleikhúsi, sinfóníu og sendiráði á Indlandi. Maðurinn sem orti fyrir Jón Ásgeir, málaði fyrir auðmannauppboð og slefaði á bílrúðu Geirs Haarde, Hallgrímur Helgason, spurði á móti hvort við hefðum efni á þessu og hinu sem 320 þúsund manna þjóð.

Hörpufólkið var í útrás á spena auðmanna og vill nú að ríkið fjármagni skemmtilegheitin. Umræðan er rétt að hefjast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Höfum við efni á ??? Þetta eru góð spurning! Þannig svarar einn ástsæll stjórnmálamaður jafnan fréttamönnum sem spyrja um ákvörðun höfuðborgarinnar í hinum ýmsu málum, einskonar ,,spurt og spurt á móti,,. Engu að síður er því svarað,en milli tveggja alþýðu manna,endar spurningin oft á; "ja höfum við efni á að lifa?.” Menn á reki í björgunarbáti,verða að skammta mat og vatn,kannski langsótt viðmið,en krefst samskonar aðhalds. Eru ekki mörg sendiráð óþörf,þau kosta skildinginn, en hæsta skor vandlætingar fær Harpan,með þennan líka rekstrarkostnað. Svo glæsileg sem hún er,yrði hún ekki jöfnuð við jörðu,en dulkóðuð minningarorð greypt í glerið ; Hér hvíla gömul pund!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2013 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband