Aðvörun til utanríkisráðherra

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sýndi frumkvæða og afgerandi forystu til að slíta aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið, sem Jóhönnustjórnin bar ábyrgð á. Þá hefur Gunnar Bragi sagt skynsama hluti um aukna samvinnu við næstu nágranna okkar.

Björn Bjarnason vekur á hinn bóginn athygli á orðfæri, sem sennilega kemur úr embættismannaliði utanríkisþjónustunnar, um að Ísland ætli að stórefla samvinnu við Kínverja á einhverju sem heitir ,,íslenskar forsendur." Kína er stórþjóð sem gerir sig gildandi í öllum heimsálfum. Kína er jafnframt alræðisríki þar sem viðskipti og utanríkisstefna haldast í hendur.

Ísland á ekki að gefa Kína fangstað á sér og hafna öllum gruggugum viðskiptatilboðum eins og því sem kom frá Nubo um að kaupa prósentuhlut af landinu. Nubo, eins og menn muna, fékk aðstoð embættismanna Össurar í utanríkisráðuneytinu til að ,,selja" Íslendingum hugmyndina um að ná tangarhaldi á landflæmi norð-austanlands.

Gunnar Bragi ætti að taka með fyrirvara allri ráðgjöf sem mátar Ísland við stórveldi, hvort heldur ESB eða Kína. Embættismannaliðinu finnst skemmtilegra í Brussel og Peking en þjóðarhagsmunir Íslands eru í Nuuk og Þorshöfn. Og við rekum utanríkisþjónustu í þágu þjóðarinnar ekki embættismanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir þetta en ekki meira um Nubo né að gefa Kínverjum lausan tauminn. Plön þeirra eru Chinatown allstaðar þar sem þeir geta plantað sér. Grímsstaðir geta gefir 5000 x 3 börn á ári þegar þeir eru byrjaðir að  vinna járnið í Grænlandi. Hér verður R/R þ.e. hvíldarstaður 5000 manna sem hafa fjölskyldur og framleiða börn sem munu fara í Íslenska skóla og heilbrigðis kerfið. Þegar þetta er byrjað þá er ekkert sem stoppar það.

Valdimar Samúelsson, 31.10.2013 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband