Menntun er meira en ávísun á starf

Menntun er frjáls á Íslandi í þeim skilningi að fólk kemst hvorttveggja í framhaldsskóla og háskóla án efnahagslegra hindrana og getur valið um nám.

Frjáls menntun rímar við tvíþætta grunnhugsun samfélagsins um lýðræði og mannréttindi annars vegar og hins vegar að menntun hafi gildi í sjálfu sér, - óháð þeim starfsmöguleikum sem menntunin býður upp á.

Þegar offramboð er af lögfræðingum örlar á því sjónarmiðið að ,,við eigum ekki að mennta svona marga lögfræðinga." En það er rangt sjónarhorn. ,,Við" í merkingunni almannavaldið getum ekki ákveðið námsferil Jóns og Gunnu. Í frjálsu samfélagi situr einstaklingurinn uppi með þann vanda og vegsemd að velja sér nám.


mbl.is Háskólamenntaðir sitja eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Reyndar er það þannig að menntun er EKKI ávísun á starf. Hún er á afbökuðum og úrkynjuðum vinnumörkuðum í besta falli aðeins aðgöngumiði að sjálfum vinnumarkaðnum.

Svona fer þegar massíft langtímaatvinnuleysi hefur búið til ónýta og ofdekraða atvinnurekendur eins og til dæmis í öllu Evrópusambandinu. Árangurinn er ónýtur vinnumarkaður og lifandi dauð ónýt fyrirtæki.

Og byrjunina á þannig ástandi erum við því miður farin að sjá hér á landi, eingöngu vegna atvinnuleysis, sem býr til of marga ónýta atvinnurekendur sem komast á þann hátt hjá því að taka nauðsynlega áhættu í mannaráðningum.

Menntun er ágæt. En hún er stórkostlega ofmetin. Enda sést það hrópandi hátt. Og þvílík sóun!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2013 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband