Stjórnarskráin truflar ekki vinstrimenn (lengur)

Eitt af stórum málum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. var að breyta stjórnarskrá lýðveldisins. Heilt stjórnlagaþing var kosið. Þegar kosningin var úrskurðuð ólögmæt var þinginu breytt í ráð enda bæði Samfylkingu og VG kappsmál að stúta stjórnarskránni.

Aldrei komu fram rök fyrir því hvað það var í stjórnarskránni sem truflaði vinstrimenn, líklega vegna þess að þeir vissu það ekki sjálfir. 

Samkvæmt blaðamanni Baugs og prófessor við HÍ og síframbjóðanda, Þorvaldi Gylfasyni, eru hvorki Samfylking né VG lengur stjórnbyltingarflokkar. Þorvaldi finnst það aumt en flestir aðrir telja það harla gott að vinstriflokkarnir hafa séð að sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Engir rökstuddu nauðsyn nýrrar stjórnarskrár betur en Framsóknarmenn á útmánuðum 2009. Nú er svo að sjá að þessir "vinstri menn" hafi "séð að sér" heldur betur.

Talsmenn allra flokka töldu nauðsynlegt fyrir 70 árum að endurskoða stjórnarskrána frá grunni eftir lýðveldisstofnun og hafa verið gerðar tilraunir til þess alla tíð síðan með stjórnarskrárnefndum, skipaðar beint frá hverjum flokki um sig, sem hljóta allar að hafa mistekist vegna þess að hver nefndarmaður um sig taldi sig skuldbundinn flokknum, sem gerði hann að fulltrúa sínum.  

Þeir Bjarni Ben, Gunnar Thor og Óli Jó voru auðvitað "vinstrimenn sem sáu að sér" eða hvað?  

Ómar Ragnarsson, 18.10.2013 kl. 10:15

2 Smámynd: Sigurbjörn Guðmundsson

Það er rétt að mikið skortir á að menn geri grein fyrir hvers vegna þörf er á að breyta stjórnarskránni. Nýlega benti ég á í bloggi eitt atriði: Formlega séð er stjórnarskráin samningur milli forseta landsins fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Alþingis (arfleifð frá konungssambandinu við Dani). Stjórnlagaráði tókst að flytja forsetann nær því að vera einvaldur konungur með því að leggja ofuráherslu á vald hans til að hafna lögum (vísa þeim í þjóðaratkvæði) og skera á tengsl hans við ríkisstjórnina (fella niður ríkisráðsfundi). Er það þetta sem þjóðin vill?

Sigurbjörn Guðmundsson, 18.10.2013 kl. 11:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gefum okkur að umræðan fyrir 70 árum um breytingu stjórnarskrár,hafi ekki stafað af stórvægilegum göllum hennar,heldur miklu fremur þjóðarstolt okkar að semja hana að öllu leiti sjálf. Ekki minnist ég þess að breyting hennar hafi komið til umræðu svo árum skipti. Síðan bregður svo við að Jóhönnustjórn er það kappsmál að breyta stjórnarskrá Íslands. Þegar verulega óskíranlegir hlutir gerðust í hennar tíð,var orðið fyrirséð hvaðan skipanirnar komu,enda hafði stjórnandi í ESB talið þá aðgerð nauðsynlega. Gömlu mennirnir Ómar sáu liklega frá sér,, Þeir sem enn eru hérna megin,spyrja ekki um vinstri/hægri,þeir eru fullveldissinnar og sameinast um að verja Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 18.10.2013 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband