RÚV fjallar um fátækt í ESB en finnur hana á Íslandi

RÚV efndi til umfjöllunar um skýrslu um fátækt í Evrópusambandinu, vonum seinna. Skýrsla Rauða krossins um ömurlega stöðu milljóna manna í Evrópusambandinu var kynnt í síðustu viku í öllum helstu fjölmiðlum, t.d. Evrópuvaktinni.

Í kvöld ákvað Spegillinn sem sagt að fjalla um fátækt í Evrópusambandinu og boðaði til þess fulltrúa Rauða krossins í viðtal. Viðtalið og umfjöllunin er átta mínútur. En viti menn: áður en fjórar mínútur eru liðnar af umfjölluninni þá vill RÚV ekki lengur ræða skýrslu Rauða krossins um ömurleikann í Evrópusambandinu heldur beinir talinu að fátækt á Íslandi.

Skýrsla Rauða krossins fjallaði ekki um Ísland en ásamt fréttamanni RÚV fabúlearar fulltrúi Rauða krossins um mögulega, hugsanlega og kannski fátækt á Íslandi í meira en 4 mínútur af 8 sem ætlaðar voru til að fjalla um fátækt í Evrópusambandinu.

RÚV er enn og aftur staðið að verki við að níða niður Ísland. Þessari stofnun er ekki viðbjargandi og hana á að leggja niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jæja þetta hálfgerða útibú Esb..sinna RÚV verðskuldar ekki það framlag sem féll þeim í skaut á fjárlögum. Svo skarta þeir Stebba Fule í kvöldfréttum nær grátklökkum,hann hefði allt eins getað sagt; "Við vorum við það að komast yfir ykkur,hefðum sko getað hliðrað til með ýmislegt” Var hann ekki lika að skammast undir Samfylkingar -rós,,,nú væruð þið í góðum málum og syngjuð tralla,la rónasönginn við Ingólfstyttu,ef þið hefðuð ekki látið hanka ykkur á blekkingunum,,asshole,, Er það ekki gömul saga að það skal kjósa aftur og aftur. Að þessu sinni gengur ESB-trixið ekki. Okkar málum er best borgið án ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2013 kl. 23:19

2 Smámynd: Elle_

"Við vorum við það að komast yfir ykkur,hefðum sko getað hliðrað til með ýmislegt”

Nákvæmlega svona er það, Helga.  Nú geta þeir prófað að hætta hótunum í bili og gáð hvort þeir geti platað nokkurn nema Össur.  Og nokkra enn.

Elle_, 17.10.2013 kl. 00:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt! þeir eru loksins orðnir svo fyrirséðir og gegnsæir,að þeir komast hvorki lönd né strönd. Ekki ósvipað því að við hefðum þýtt dulmál þessara óvina.

Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2013 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband