Vigdís, skotleyfið og heimspekingurinn

Stjórnmál eru hér á landi góðu heilli svotil eingöngu iðkuð með orðum. Deilur eru merkingu orða eru þar af leiðandi snar þáttur í stjórnmálum. En sumir fá meiri gagnrýni á sig en aðrir vegna tungutaksins.

Á Vigdísi Hauksdóttur var gefið skotleyfi og margir nýta sér það dag inn og dag út. Fjölmiðlar, sumir hverjir, gera út á ummæli Vigdísar og setja saman raðfréttir í þeim tilgangi einum að varpa rýrð á þingmanninn.

Núna er Vigdís komin með bevís frá heimspekingi um að hún sé innan marka í skilgreiningu á orðinu ,,strax."

En skotleyfið er enn í gildi.


mbl.is „Strax“ getur verið teygjanlegt hugtak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það merkilega við þessa skothríð sem dynur á Vigdísi er að þeir sem beina byssunum að henni eru jafnframt sérstakir talsmenn afstæðishyggju og margbreytileika. Eineltishegðun er her landlæg og hvergi sýnilegri en meðal hinna svokölluðu "frjálslyndi".

Ragnhildur Kolka, 7.10.2013 kl. 12:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo afstæðishyggja er göfug? Heimspekingurinn sem kveður þennan úrskurð er greinilega póstmódern, sem þykir kannski fínt. Það er þó vafasamt hvort það er á hennar sviði að skera úr um orðsyfjar og meiningar. Allt er afstætt í huga slíkra. Tungumálið er nógu auðugt til að skilja a milli blæbrigða þeirra sem hún nefnir. Fljótlega, bráðlega, senn, innan tíðar. Allt hefur þetta takmörkun í meiningu sem leyfir ekki mikið rúm til afstæðni. Þetta er akademísk munnræpa og tjáð í samhengi við tilefnið og máske pólitískrar sannfæringar viðkomandi prófessors í sveimhyggju.

Strax er ekki hægt að miskilja í neinu samhengi eftir því hvaða stétt manna notar orðið. Hálfkæringur og tilraun heimspekingsins til fyndni á ekki heima á vísindavef Háskólans jafnvel þótt hann sé sá lélegasti á norðurhveli samkvæmt nýju alþjóðlegu mati.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2013 kl. 13:02

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Jón Steinari

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2013 kl. 13:50

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er nú svo að strax er strax en það verður tekið fyrir strax, strax og auðnast strax á þessu þingi. Hvað er strax annað en strax. Vigdís stendur fyrir sínu og er með bestu þingmönnum sem við höfum haft. Hún er maður fólksins.

Valdimar Samúelsson, 7.10.2013 kl. 15:26

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er nokkuð viss um að vh var ekki að hugsa um að gera x strax eftir 3 eða 6 eða 9 mánuði þarna. hvað þá 12 o.þ.h

Rafn Guðmundsson, 7.10.2013 kl. 17:06

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það eru gagnrýnendurnir sem túlka þetta orð vitlaust, (mjög líklega viljandi,það þarf að þagga niður í hættulegasta andstæðingi ESbésins) þótt skarti fínum vinnuheitum. Á fjölmennum fundi tilkenni ég að ég ætli að ganga 2km. er spurð hvenær,? Strax er svarið,það merkir ekki að ég ljúki því strax,en ég er byrjuð að hita upp,það ætti að skiljast.

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2013 kl. 17:21

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Alveg rétt Helga K.

Valdimar Samúelsson, 7.10.2013 kl. 17:37

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vigdís er undir járnhæl flokkræðis ef við stöndum bak henni þá mun hún vinna annars ekki og verða undir eins og allir aðrir sem reyna að tala til fólksins sem jafningja. Munum Lilju Móses, Ásmund E, Ögmund J sem var keyptur, Jón Bjarna úthýstur og margir aðrir keiptir úr stjórnmálum í sérstakar flokksvinastöður, sendiráðum og eða Seðlabankasjóraastöður.

Sigurður Haraldsson, 7.10.2013 kl. 21:01

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það hefur ekki verið gefið út neitt sérstakt skotleyfi á Vigdísi enda þar það ekki. Ástæða orrahríðarinnar gegn henni er einfaldlega sú að hún lætur ítrekað frá sér fáránleg ummæli og einnig er mörgum illa við þingmenn sem daðra við útlendingahatur eins og hún gerir.

En að orðinu "strax" þá er það alveg rétt að merking þess getur verið misjöfn eftir samhenginu. En hver er þá merking orðsins þegar það er notað með þeim hætti í kosningabaráttu að einhver flokkur ætli að framkvæma eitthvað strax komist hann til valda í næstu kosningum? Það merkir alveg örugglega ekki einhvern tíman á kjörtímabilinu. Það getur ekki undir nokkrum kringumstæðum merkt það að það sem lofað er strax sé gert seinna en í fyrstu fjárlögum eftir að viðkomandi flokkur er kosinn til valda. Það að ekki er staðið við loforðið í þeim fjárlögum sem nú liggja fyrir Alþingi er því klárlega svik við það loforð að frmkvæma viðkomandi aðgerð strax.

Sigurður M Grétarsson, 8.10.2013 kl. 08:42

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samkvæmt íslenskri orðabók, sem mér vitanlega er ekki samin af heimspekingum, er "strax" m.a. skilgreint sem "bráðum" og allir vita að orðið "bráðum" er teygjanlegt.

"Strax á þessu kjörtímabili" hefði sennilega verið skýrara hjá henni, en þá hefðu bully-arnir misst af dauðafærinu, a.m.k. í það sinnið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2013 kl. 09:06

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kosningaloforð ná yfirleitt bara til eins kjörtímabils enda verið að koma með loforð um aðgerðir verði viðkomandi treyst fyrir landstjórninni á því kjörtímabili. Þar af leiðandi getur strax ekki átt við seinni hluta kjörtímabilsins og ekki einu sinni á því miðju. Eins og ég sagði áðan þá getur það ekki átt við aðgerðir sem til stendur að gera seinna en á fyrsta almanaksári eftir kosningar. Það eru því klár svik við loforð um að gera eitthvað strax ef ekki er að finna fjárveitingu fyrir því í furstu fjárlögum nýrrar stjórnar.

Loforðin gagnvart útgerðramönnum og auðmönnum voru efnd strax en ekki önnur loforð þar sem lofað var að framkvæma hlutina strax.

Sigurður M Grétarsson, 8.10.2013 kl. 09:18

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta var ekki loforð, Sigurður, heldur tjáði hún sinn hug

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2013 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband