Fyrirtæki Jóns Ásgeirs með 5,6 milljarða viðskiptavild

Jón Ásgeir Jóhannesson, áður kenndur við Baug, á 365 miðla. Í bókum fyrirtækisins er viðskiptavildin metin á 5,6 milljarða króna.

Fyrir skemmstu voru raðfréttir í fjölmiðlum um fólksflótta frá 365 miðlum. Uppsagnirnar komu í kjölfar umræðu um afskipti Jóns Ásgeirs af fréttaumfjöllun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, sem eru í eigu 365 miðla.

Viðskiptavild er orðspor mælt í peningum. Óskiljanlegt er að viðskiptavild 365 miðla sé ekki meira en 5,6 milljarðar. Miðað við umræðuna hlýtur velvild í garð fyrirtækisins að nema að minnsta kosti fjárlögum íslenska ríkisins.


mbl.is Gera athugasemd um rekstrarhæfi 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Enn eitt fyrirtækið sem Jón Ásgeir er á leið í þrot með !

Hvað ætli fólk tapi miklu núna ?

Birgir Örn Guðjónsson, 1.10.2013 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband