Vond vika fyrir Vesturlönd

Rússland og einræðisseggir nær og fjær, þar með talinn Assad í Sýrlandi, eru sigurvegarar deilunnar um efnavopn og hvort eigi að refsa fyrir notkun þeirra, segir í leiðara Economist.

Á bakvið sjónarmið leiðarahöfundar glittir í þá hugsun að Vesturlönd (les: stórveldin í Ameríku og Evrópu) eigi að stjórna ferðinni í öðrum heimshlutum. Heimsveldaviðhorfið sem Kipling gerði frægt með ljóðinu White Man's Burden er lífseigt. Í orði kveðnu fallast menn á sjálfsforræði þjóða en gera lítið með það þegar á herðir. Þegar spurt er um völd í alþjóðasamfélaginu er stutt í gömlu nýlenduhugsunina.

Í Sýrlandsdeilunni er enginn kostur góður. Einræðisherra og uppreisnaröfl, múslímska öfgamenn í fararbroddi, takast á um völdin í landinu. Þegar enginn kostur er góður er best að halda að sér höndum.


mbl.is Skoða vopnalista Sýrlandsstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband