ESB þolir ekki sannleikann

Tilmæli forseta leiðtogaráðs ESB, Herman van Rompuy, til endurskoðenda sambandsins að þeir ,,fegri" bókhaldið er dæmigert fyrir þá hugsun ráðandi afla í Brussel. Van Rumpy og félagar eru þeirrar sannfæringar að ekkert megi trufla framgang samrunaferlisins, allra síst sannleikurinn.

Evrópusambandið er í djúpri kreppu og kemst hvorki lönd né strönd með verkefnið um að sameina álfuna.

Forseti leiðtogaráðsins viðurkennir óbeint, með tilmælum sínum til endurskoðenda ESB, að gagnsæi og opin umræða eru andstæðingar Evrópusambandsins. Og það veit ekki á gott.


mbl.is Gefi betri mynd af Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Marta Andersen var einmitt rekinn sem yfirendurskoðandi fyrir að segja sannleikan. Ekki nóg með það heldur var hún sektuð háum upphæðum fyrir skort á tryggð.

Marta hefur komið hingað og haldið fyrirlestur um þennan totalitarianisma og afneitun. Lysingar hennar minna á lýsingar af glæpasamtökum, sem er kannski ekki svo fjarri sanni.

Hún skrifaði gagnmerka bók um þetta: Brussels laid bare.

http://en.wikipedia.org/wiki/Marta_Andreasen

Nú þurfa Eir bara að stofna sannleiksráðuneyti til að fullkomna totalitarianismann, þar sem sannleikurinn verpur skilgreindur og samþykktur af elítunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.9.2013 kl. 17:11

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Íslensk skattyfirvöld eru ekki hrifin af því að íslensk fyrirtæki "fegri" bókhald sitt.  Þau sem það reyna lenda oft í slæmum málum, svo sem fréttir herma.

Ætli þetta megi túlka sem svo að spilling  sé minni hérlendis en hjá ESB?

Kolbrún Hilmars, 15.9.2013 kl. 18:43

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En þetta virðist ekki einu sinni snúast um að "fegra bókhaldið" heldur fyrst og fremst að "fegra" þá umfjöllun sem það hlýtur í fjölmiðlum.

Fullkominn Orwellismi hjá Van Rompuy.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2013 kl. 20:49

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Er ekki tilvalið að senda Sérstakan Saksóknara á þá til að gera húsleit. Hann fengi örugglega miklu meira út úr húsleit þar, í Brussel, heldur en hann hefur verið að fá hér heima. ;)

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.9.2013 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband